Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti í síðustu viku uppbyggingu allt að 144 íbúða við Hvaleyrarbraut 26-30. Samningurinn marker tímamót enda er hann fyrsti samningurinn um uppbyggingu á hafnarsvæðinu.
Morgunblaðið hefur á síðustu árum fjallað um rammaskipulag endurnýjaðs hafnarsvæðis í Hafnarfirði, að meðtalinni Óseyrinni og Flensborgarhöfn, en þar hefur verið rætt samtals um í kringum 900 íbúðir.
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir fyrirhugaða uppbyggingu á Hvaleyrarbraut 26-30 koma til viðbótar væntanlegri uppbyggingu á svæðinu sem rammaskipulagið nær til.
Rósa segir aðspurð vel koma til greina að heimila enn frekari uppbyggingu á þessu svæði, þ.e.a.s. í næsta nágrenni rammaskipulagssvæðisins sömumegin við Hvaleyrarbrautina enda heimilt samkvæmt aðalskipulagi.