Íhuga að skilgreina Norðurvígi sem hryðjuverkaógn

Nýnasistahreyfingin Norðurvígi hefur verið skilgreind sem hryðjuverkasamtök í Bandaríkjunum. Ríkislögreglustjóri …
Nýnasistahreyfingin Norðurvígi hefur verið skilgreind sem hryðjuverkasamtök í Bandaríkjunum. Ríkislögreglustjóri íhugar nú slíkt hið sama. Samsett mynd/Eggert Jóhannesson/Hallur Már

Ríkislögreglustjóri hefur til skoðunar hvort skilgreina eigi nýnasistasamtökin Norðurvígi sem hryðjuverkasamtök.  

mbl.is greindi frá því fyrr í mánuðinum að bandarísk stjórn­völd hefðu skil­greint Nor­rænu mótstöðuhreyf­ing­una, eða nýnas­ista­sam­tök­in Norður­vígi eins og hreyf­ing­in kall­ast á Íslandi, sem hryðju­verka­sam­tök.

„Varðandi Norðurvígi og skilgreiningu á því þá barst Greiningardeild RLS í lok maí upplýsingar frá bandarískum stjórnvöldum þess efnis að norræna mótspyrnuhreyfingin Norðurvígi, yrði skilgreind sem hryðjuverkasamtök þar í landi. Embættið tekur slíkar ábendingar ávallt til skoðunar hverju sinni,“ segir í skriflegu svari frá embætti ríkislögreglögreglustjóra við fyrirspurn mbl.is en spurt var hvort til stæði að fylgja fordæmi Bandaríkjamanna.

Óljóst hversu margir tengjast öfgasamtökum

Ákvörðun Bandaríkjamanna var tek­in vegna ofbeld­is­starfsemi hreyfing­ar­inn­ar sem beinist einkum að gyðing­um, út­lend­ing­um og hinseg­in fólki.

Norðurvígi starfar í Svíþjóð, Nor­egi, Dan­mörku og Íslandi en einnig í Finn­landi, þar sem samtök­in hafa verið bönnuð frá ár­inu 2020.

Ríkislögreglustjóri kveðst aftur á móti ekki geta tjáð sig um hversu marga hér á landi embættið telur hafa tengsl við öfgahreyfingar eða hryðjuverkasamtök.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert