Kvikmyndaver opnað á Húsavík

Frá Húsavík.
Frá Húsavík. Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson

Framleiðslufyrirtækið Castor media opnar í dag nýtt kvikmyndaver á Húsavík. Að baki verkefnisins standa þeir Örlygur Hnefill og Ingimar Eydal, en þeir hafa verið viðriðnir kvikmyndagerð.

Hugmyndin að verinu segja þeir hafa kviknað í kjölfar gjaldþrots sjónvarpsstöðvarinnar N4.

„Það hefur ávallt verið öflug fjölmiðlaflóra á Norðurlandi í gegnum tíðina. Bæði í gegnum sjónvarp og blaðamiðla og þar að auki var fyrsta sjónvarpútsending á landinu hér á Akureyri árið 1984. Það hefur því ávallt verið mikill metnaður fyrir fjölmiðlum á svæðinu. Og þegar N4 fór í þrot fannst okkur vert að reyna að endurvekja þá starfsemi,“ segir Örlygur.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert