Lundastofninn dregst saman

Ný gögn Náttúrustofu Suðurlands benda til þess að lundastofninn við …
Ný gögn Náttúrustofu Suðurlands benda til þess að lundastofninn við Íslandsstrendur standi höllum fæti. mbl.is

Ný gögn Náttúrustofu Suðurlands benda til þess að lundastofninn við Íslandsstrendur standi höllum fæti, en svo mjög hefur fuglinum fækkað að Umhverfisstofnun biðlar nú til veiðimanna og veitingahúsa að gæta hófs við veiðar og sölu á fuglinum.

Erpur Hansen, doktor í líffræði og einn þeirra sem rannsakað hefur lundastofninn, segir í samtali við Morgunblaðið, að rekja megi orsök samdráttar í stofninum að hluta til líffræðilegra þátta sem ekki hafi sést áður við landið.

„Helsta fæða lundans er sílið. Hlýskeið hefur ríkt í Atlantshafi síðustu þrjá áratugi og minna framboð er því af helstu fæðu lundans, en hið sérstaka er að seinkun hefur orðið á svokölluðum vorblóma. Ung síli drepast og eru seinna á ferð og skila sér því ekki til lundans á réttum tíma,“ segir Erpur, og bætir við:

„Þetta fyrirbrigði er nýlunda hér og hefur haft það í för með sér að stofninn hefur dregist verulega saman við Suðurland og Vestmanneyjar.“

Erpur segir einnig skýrt að ofveiði spili inn í samdrátt stofnsins.

„Veiðarnar gera aðeins illt verra. Þótt dregið hafi úr veiði hefur hún verið ósjálfbær um langt skeið. Mild ofveiði hefur líklega átt sér stað frá upphafi nítjándu aldar. Langtíma fækkun í lundastofninum er líklega að hluta til vegna hægra en uppsafnaðra áhrifa veiða, auk tímabíla með óhagstæðum umhverfisskilyrðum. Gögnin sýna einnig að áhrif veiða á stofninn eru ekki staðbundin. Því bitna veiðar í einum landshluta á öllum stofninum. Þannig hefur þetta allt slæm keðjuverkandi áhrif á stofninn,“ segir Erpur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert