Nýtt hverfi í miðju Reykjavíkurborgar

Horft yfir nýju byggðina á Ártúnshöfða.
Horft yfir nýju byggðina á Ártúnshöfða. mbl.is/Sigurður Bogi

Mynd af íbúðabyggð er nú farin að dragast upp í nýju hverfi á Ártúnshöfða í Reykjavík. Við götuna Eirhöfða er verktakafyrirtækið Arnarhvoll nú að reisa fyrir Umbru byggingarfélag fjögurra kjarna fjölbýlishús með samtals 96 íbúðum. Búið er að steypa húsið upp og frágangur að utan er að hefjast.

„Hverfið verður glæsilegt og er nánast miðja höfuðborgarsvæðisins. Þarna eru spennandi möguleikar og mikið að gerast, en við gerum ráð fyrir að íbúðirnar fari í sölu á næstu mánuðum. Miðað er svo við afhendingu þeirra til kaupenda á fyrri hluta næsta árs,“ segir María Rúnarsdóttir, einn eigenda Höfðakórs, í samtali við Morgunblaðið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert