Sjálfstæðisflokkurinn tapar fylgi og mælist með 15 prósent

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samfylkingin hlyti flest atkvæði ef gengið yrði til Alþingiskosninga í dag en Sjálfstæðisflokkurinn missir tæplega 3 prósentustig frá síðustu mælingu. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu á fylgi flokka á Alþingi.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 15% fylgi en Sósíalistaflokkurinn er hástökkvarinn og bætir við sig tveimur prósentstigum og kæmi manni á þing. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna er 30%.

Fylgi Samfylkingarinnar mælist 27% þriðja mánuðinn i í röð og er með næstum tvöfalt meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn sem mælist með 15%. Marktækur munur er á fylgi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins sextánda mánuðinn í röð.

Miðflokkurinn mælist með 12,7% fylgi, Framsóknarflokkurinn 10,2%, Viðreisn 10,1%, Píratar 9,3% og Sósíalistaflokkurinn 5,9%. Flokkur fólksins og Vinstri grænir mælast með jafnmikið fylgi eða 5%.

Könnunin fór fram dagana 31. maí til 20. júní og voru 1.846 svarendur sem tóku afstöðu til þess hvaða flokk þeir myndu kjósa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert