Bjarni óánægður með fylgi flokksins

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, kveðst ekki ánægður með fylgi flokks síns í niðurstöðum könnunar Maskínu í gær, en flokkurinn mældist þar með 15% fylgi.

„Eins og gefur að skilja þá erum við ekki ánægð með fylgið þegar það mælist þetta lágt en við erum bara í miðri vinnunni og við munum komast í nánari samtal við kjósendur áður en kosið verður,“ segir Bjarni í samtali við mbl.is.

Hann segir að í því samtali verði rætt um þá framtíðarsýn sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur upp á að bjóða.

„Það hafa ekki margir farið í jafn margar kosningar og ég, og ég þykist vita að tækifærin séu til staðar,“ segir Bjarni.

Ríkisstjórnarflokkarnir með 30% fylgi

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mæl­ist með 15% fylgi í umræddri könnun en sam­an­lagt fylgi rík­is­stjórn­ar­flokk­anna mældist 30%.

Fylgi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar mæl­ist 27% þriðja mánuðinn i í röð og er hún með næst­um tvö­falt meira fylgi en Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn.

Mark­tæk­ur mun­ur er á fylgi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Sjálf­stæðis­flokks­ins sextánda mánuðinn í röð.

Verk að vinna

Heldur þú að Sjálfstæðisflokkurinn fái ekki 15% fylgi þegar kemur að þingkosningum?

„Það getur auðvitað enginn fullyrt neitt um það, en ég er bjartsýnn maður og ég finn að stefnumál okkar og áherslur eiga mjög góðan samhljóm með þjóðinni og ég veit það, þannig það er bara verk að vinna,“ segir Bjarni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert