Ekkert sem bendir til íkveikju

Tæknideild lögreglunnar rannsakar nú eldsupptökin.
Tæknideild lögreglunnar rannsakar nú eldsupptökin. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vinnur nú að rannsókn brunans sem upp kom á Höfðatorgi í gær. Ekkert bendir til þess að um íkveikju hafi verið að ræða. 

Þetta staðfestir Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is. 

Unnið að rannsókn málsins

Auk tæknideildarinnar eru fulltrúar frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun á staðnum sem aðstoða við rannsókn vettvangsins. 

Ásmundur kveðst ekki geta veitt upplýsingar um eldsupptök að svo stöddu, en áréttir að ekkert bendi til þess að um ívkeikju hafi verið að ræða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert