Fær 5 ár fyrir skotárás á aðfangadagskvöld

Þetta var kveðið upp í lokuðu þinghaldi í Héraðsdómi Reykjaness …
Þetta var kveðið upp í lokuðu þinghaldi í Héraðsdómi Reykjaness í dag. mbl.is/Ófeigur

Hinn tvítugi Ásgeir Þór Önnuson var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps vegna skotárás­ar á heimili í Hafn­ar­f­irði síðasta aðfanga­dags­kvöld.

Tveir félagar hans, einn tvítugur og hinn 19 ára, voru dæmdir í um 1-3 ára fangelsi fyr­ir að aðstoða Ásgeir.

19 ára vinur þeirra hlaut eins árs skilorðsbundinn dóm. Fullnustu refsingarinnar er frestað og fellur hún niður að liðnum þremur árum frá birtingu dóms samkvæmt skilorði.

Hinn tvítugi Breki Þór Frímannsson skal sæta 30 mánaða fangelsisvist fyrir að liðsinna Ásgeiri.

Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness, en dómurinn var kveðinn upp í lokuðu þinghaldi í dag.

Réðust grímuklæddir inn meðan fjölskyldan var heima

„Brot það sem ákærðu allir hafa verið sakfelldir fyrir var mjög alvarlegt og beindist að lífi
og heilsu brotaþola. Sýndu ákærðu af sér algjört skeytingarleysi og var það í raun til
viljun að ekki fór mun verr,“ segir í dómnum.

Skotárás­in átti sér stað í íbúð í Álf­holti í Hafnarfirði. Heim­il­is­fólk var á staðnum þegar skotunum var hleypt af en eng­inn særðist.

Ásgeir og Breki réðust grímu­klædd­ir inn á heim­ili konu og skaut Ásgeir samtals sex skotum án viðvör­un­ar í átt að dótt­ur og föður henn­ar, samkvæmt ákæru. Í kjöl­farið vopnaðist lög­regla og hafði mik­inn viðbúnað.

Breki hlýtur því þriggja ára dóm fyrir að liðsinna Ásgeiri í manndrápstilrauninni. Refsing Breka var ákveðin með hliðsjón af því að hann hafi þegar hlotið dóm umferðar-og vopnalagabrot í apríl

Ökumaðurinn vissi ekki hvert erindið var

19 ára vinur þeirra hlaut 1 árs dóm fyrir að sækja félaga sína og aka þeim að starfstöð í Garðabæ þar sem þeir stálu núm­era­plöt­um af bif­reið og settu hana á bif­reið ökumannsin. Hann ók þeim síðan að heim­il­inu í Hafnar­f­irði.

Í dómnum kemur fram að Ökumaðurin hefði ekki vitað nákvæmlega hvað til stóð og hann fór ekki inn í íbúðina þar sem brotaþolarnir voru og skotárásin átti sér stað.

Eft­ir skotárás­ina ók hann félögum sínum áleiðis eft­ir Krýsu­vík­ur­vegi og að Krýsuvík­ur­kirkju þar sem hinir tveir yf­ir­gáfu bif­reiðina og ökumaðurinn setti rétt skrán­ing­ar­núm­er á bif­reið sína áður en hann ók á brott.

Fram kom við aðalmeðferð málsins að ökumaðurinn hafi veitt upplýsingar við rannsókn málsins hjá lögreglu sem máli skiptu fyrir framgang rannsóknarinnar og verður tekið tillit til þess við ákvörðun refsingar. Refsing hans þykir þess vegna hæfilega ákveðin fangelsi í 12 mánuði.

Sálfræðingur sagði að einnig að hinn 19 ára maður væri með framheilaskaða. Með hliðsjón af ungum aldri hans og högum hans að öðru leyti þótti dómara rétt að fresta fullnustu refsingu og fellur hún niður að liðnum þremur árum frá birtingu dóms haldi hann almennt skilorð.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert