Getum farið að hafa væntingar um lækkun vaxta

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. mbl.is/Eyþór

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og fyrrverandi fjármálaráðherra, segir tíðindin af verðbólgumælingunni í morgun vera ánægjuleg, en gæta verði hófsemi og stillingu.

Verðbólga síðustu mánuði mæl­ist nú 5,8% og lækkaði úr 6,2% í síðasta mánuði. Vísi­tala neyslu­verðs án hús­næðis mæl­ist nú 4%. Hef­ur verðbólg­an ekki verið svona lág síðan í janú­ar 2022.

Vísi­tala neyslu­verðs hækkaði um 0,48% milli mánaða en vísi­tal­an án hús­næðis hækk­ar um 0,41%.

Þrátt fyr­ir hækk­un vísi­töl­unn­ar fer verðbólg­an niður, en verðbólg­an mæl­ir hækk­un vísi­töl­unn­ar síðustu 12 mánuði.

„Við megum ekki fara fram úr okkur“

Telur þú að það sé kominn tími til þess að Seðlabankinn fari að lækka stýrivexti?

„Þetta er einfaldlega allt í rétta átt og þegar hlutir fara að þróast í rétta átt þá getum við farið að hafa væntingar um lækkun vaxta. En við skulum sjá, við megum ekki fara fram úr okkur.

Oft gerast góðir hlutir hægt en það er gríðarlega mikilvægt að sjá hlutina þróast í rétta átt núna,“ segir Bjarni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert