Gul viðvörun vegna hvassviðris

Vindaspá klukkan 12 á morgun.
Vindaspá klukkan 12 á morgun. Kort/Veðurstofa Íslands

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir Austfirði og Suðausturland sem tekur gildi á miðnætti í kvöld og gildir fram til klukkan 23 annað kvöld.

Spáð er norðvestan hvassviðri í þessum landshlutum með allt að 35 metra staðbundnum hviðum. Það getur orðið varasamt fyrir aftanívagna og ökutæki sem taka á sig mikinn vind.

Á Austfjörðum er spáð norðvestan 15-20 m/s og hviður staðbundið allt að 35 m/s, hvassast sunnantil á svæðinu.

Á Suðurausturlandi er spáin norðvestan 15-20 m/s og hviður staðbundið allt að 35 m/s, hvassast austantil á svæðinu.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert