Kannski allt of langur aðdragandi

Frá undirrituninni fyrr í dag. Egill Jónsson, formaður stjórnar Tækniskólans, …
Frá undirrituninni fyrr í dag. Egill Jónsson, formaður stjórnar Tækniskólans, Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans, og Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Egill Jónsson, formaður stjórnar Tækniskólans, segir daginn í dag vera mikinn gleðidag, en í morgun var undirritað samkomulag um byggingu 30.000 fermetra húsnæði fyrir skólann við Flensborgarhöfn í Hafnarfirði. Áætluð verklok eru haustið 2029.

„Það er búið að vinna lengi í þessu, kannski allt of lengi. En það er nú þannig að þetta er stórt og flókið verkefni og það tekur tíma. Nú ætla ég ekki að staldra við það þegar þetta er komið á þennan áfanga,“ segir Egill, í samtali við mbl.is.

Nú sé hægt að klára hönnun og framkvæmdir á byggingunni og vonast Egill til þess að nú verði hendur látnar standa fram úr ermum.

„Auðvitað þarf að fjármagna þetta stóra dæmi og þetta er gríðarstór og dýr bygging, en að sama skapi mjög svo mikilvæg fyrir framtíð starfsmenntunnar í landinu.“

Hugmynd að opnu miðrými í nýju skólahúsnæði Tækniskólans.
Hugmynd að opnu miðrými í nýju skólahúsnæði Tækniskólans. Tölvumynd/Abels & Partners

Eldri byggingar á dýrmætum stöðum

Í dag er Tækniskólinn til húsa í átta byggingum á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Hvað verður um þær er óvíst, en ríkið á flestar bygginganna.

„Þetta eru auðvitað gamlar byggingar. Þetta eru stórar og miklar og virðulegar byggingar á mjög góðum og dýrmætum stöðum líka. Ríkið þarf að koma þeim í notkun og ég vona það og veit að þeim mun takast vel til þar, en það er auðvitað heilmikið mál líka,“ segir Egill.

Fyrirhugaður byggingareitur er hér á miðri mynd.
Fyrirhugaður byggingareitur er hér á miðri mynd. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Val á staðsetningu hófst árið 2018

Áætluð framkvæmd á sér nokkuð langan aðdraganda. Haustið 2018 var sveit­ar­fé­lög­um á höfuðborg­ar­svæðinu til­kynnt að val fyr­ir staðsetn­ingu fyr­ir framtíðar­upp­bygg­ingu nýs hús­næðis Tækniskól­ans væri að hefjast.

Bæj­ar­ráð Hafna­fjarðarbæj­ar staðfesti á fundi sín­um 28. janú­ar 2021 vilja til að ganga til viðræðna við bygg­ing­ar­nefnd Tækni­skólans sem miði að sam­komu­lagi um lóð und­ir ný­bygg­ingu skól­ans á suður­höfn Hafn­ar­fjarðar.

Í júlí sama ár undirrituðu full­trú­ar stjórn­valda, bæj­ar­yf­ir­valda í Hafnar­f­irði og Tækni­skól­ans vilja­yf­ir­lýs­ingu um að nýtt framtíðar­hús­næði Tækni­skól­ans myndi rísa við Suður­höfn­ina í Hafnar­f­irði.

Í apríl 2023 lagði verkefnisstjórn um framtíðarhúsnæði Tækniskólans til að nýr 24.000–30.000 fermetra Tækniskóli fyrir 2.400–3.000 nemendur myndi rísa í Hafnarfirði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert