Launamenn byrja að fá útborgað í dag

51% af launakostnaði fyrirtækja endar sem útborguð laun.
51% af launakostnaði fyrirtækja endar sem útborguð laun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í dag, 27. júní, byrja þeir fjár­mun­ir sem at­vinnu­rek­andi legg­ur út í laun að skila sér beint til launþega í fullu starfi. Þetta er niðurstaða nýrr­ar út­tekt­ar Viðskiptaráðs á launafleygn­um svo­kallaða, sem er mis­mun­ur­inn á launa­kostnaði fyr­ir­tæk­is og út­borgaðra launa starfs­manns.

Fyr­ir­tæki þarf í dag að leggja út rúma millj­ón króna til að greiða starfa­manni 719 þúsund krón­ur í mánaðarlaun, sem voru miðgildi launa 2023. Eft­ir tekju­skatt og líf­eyr­is­greiðslur fær starfsmaður­inn síðan 522 þúsund krón­ur út­borgaðar. Af launa­kostnaði fyr­ir­tækja fer því tæp­ur helm­ing­ur í skatta, líf­eyr­is­greiðslur og önn­ur rétt­indi. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Viðskiptaráði Íslands.

„Um­reiknað í fjölda daga fæst niðurstaðan að fyrstu 178 dag­ar þessa árs hafa farið í að vinna fyr­ir öðru en út­borguðum laun­um. Þannig má segja að starfsmaður sem vinn­ur allt árið hafi ein­ung­is unnið fyr­ir skött­um, rétt­ind­um og líf­eyr­is­greiðslum frá ára­mót­um til loka gær­dags­ins – og byrji í dag að vinna fyr­ir út­borguðum laun­um.“

Helm­ing­ur fer í annað en út­borguð laun 

Meiri­hluti launafleygs­ins fell­ur á fyr­ir­tækið, eða um 60%. Þar vega þyngst mót­fram­lag í líf­eyr­is­sjóð, trygg­inga­gjald og or­lof. Um 40% falla síðan á starfs­mann­inn í formi tekju­skatts, út­svars og líf­eyr­is­sparnaðar. All­ir þess­ir kostnaðarliðir lækka út­borguð mánaðarlaun. Þar skipt­ir ekki máli hvort þeir séu greidd­ir af fyr­ir­tæk­inu eða starfs­mann­in­um, að því er fram kem­ur í til­kynn­ing­unni. 

Því hvet­ur Viðskiptaræað fyr­ir­tæki til að upp­færa launa­seðla þannig að all­ur launafleyg­ur­inn sé þar sýni­leg­ur. Með þeim hætti geti starfs­fólk séð alla liði sem valda því að út­borguð laun þeirra lækka, sem eyk­ur gagn­sæi og traust. Þá seg­ir jafn­framt í til­kynn­ing­unni að fyr­ir­tæki mættu einnig sund­urliða út­svar sér­stak­lega, svo starfs­fólk sjái hve hár hluti skatta fer til rík­is og sveit­ar­fé­laga.

„Fram­setn­ing launa­seðla er frjáls á Íslandi, svo lengi sem ákvæði kjara­samn­inga um upp­lýs­inga­gjöf eru upp­fyllt, svo fyr­ir­tæki geta gert þessa breyt­ingu í dag,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

Þú færð helming launakostnaðarins í vasann.
Þú færð helm­ing launa­kostnaðar­ins í vas­ann. Mynd/​Viðskiptaráð

Vel hægt að flýta út­borg­un­ar­deg­in­um

Launafleyg­ur­inn sam­an­stend­ur af skött­um, líf­eyr­is­greiðslum og ýms­um rétt­ind­um. Í til­kynn­ing­unni seg­ir að tæki­færi séu til að draga úr um­fangi allra þess­ara flokka og tek­in dæmi:

Fyrsta dæmið varðar lækk­un skatta. Þar seg­ir: „Af öll­um laun­um þarf að greiða tekju­skatt, út­svar og trygg­inga­gjald. Lækk­un allra þriggja um 1 pró­sentu­stig myndi hækka út­borguð laun um 19.900 kr. á mánuði.“

Næsta dæmið varðar lækk­un skyldu­líf­eyr­is: „Síðustu ár hafa greiðslur í líf­eyr­is­sjóði hækkað og eru nú að lág­marki 15,5% af laun­um. Lækk­un skyldu­bund­ins líf­eyr­is­sparnaðar um 2 pró­sentu­stig myndi hækka út­borguð laun um 14.500 kr. á mánuði.“

Í þriðja dæm­inu er af­nám des­em­ber- og or­lof­s­upp­bóta tekið fyr­ir: „Í kjara­samn­ing­um er kveðið á um að ákveðinn hluti launa skuli vera greidd­ur á til­tekn­um tíma árs. Að mati Viðskiptaráðs ætti að af­nema þess­ar ein­greiðslur og hækka mánaðarlaun á móti. Það myndi hækka út­borguð laun um 13.700 kr. á mánuði.“

„Með þess­um aðgerðum mætti flýta út­borg­un­ar­degi næsta árs og gera starfs­fólki þannig kleift að byrja fyrr að vinna fyr­ir út­borguðum laun­um. Hér geta bæði stjórn­völd og aðilar vinnu­markaðar lagt sitt af mörk­um,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka