„Síðasti nagli í líkkistu innanlandsflugs“

Nokkur styr hefur staðið um málið.
Nokkur styr hefur staðið um málið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nokkur styr hefur staðið um áform Isavia, um að hefja myndavélagjaldtöku á bílastæðum við innanlandsflugvelli. Hafa bílaleigur nú bæst í hóp þeirra sem mótmæla gjaldtökunni.

Steingrímur Birgisson, forstjóri Bílaleigu Akureyrar, segir gjaldtökuna íþyngja rekstrinum gríðarlega, en hann segir skort Isavia á samráði einnig ámælisverðan. „Ef áformin ganga í gegn má þar með segja að síðasti naglinn í líkkistu innanlandsflugs hafi verið negldur,“ segir Steingrímur og bætir við: „Við erum að lágmarki að tala um tíföldun á kostnaði fyrir bílaleigurnar. Þetta er einfaldlega óraunhæf kostnaðarhækkun sem setur alla samninga í uppnám og þar sem henni er skellt á okkur án samráðs getum við lítið gert. Hún mun því aðeins skila sér í hærra verði fyrir neytendur, þannig að dýrara verður að leigja bíl.“

Steingrímur segist almennt sýna því skilning að bílaleigur greiði fyrir afnot bílastæða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka