Tvær sveitir kallaðar út vegna fiskibáta í vanda

Skipverjar á Bjargar sendu taug í bátinn og drógu til …
Skipverjar á Bjargar sendu taug í bátinn og drógu til Grundarfjarðar. Ljósmynd/aðsend

Áhafnir tveggja björgunarskipa Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Varðar II á Patreksfirði og Bjargar á Rifi, voru kallaðar út í dag til aðstoðar fiskibáta í vandræðum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu. 

Þar segir að fyrst hafi Vörður II hafi verið kallaður út snemma í morgun, rétt upp úr klukkan 6, vegna lítils fiskibáts sem var í vélar vandræðum.

Færður til hafnar

Báturinn var þá staddur um fimm sjómílur norður af Bjargtöngum. Vörður II var farinn út frá Patreksfirði klukkan 6:20 og hélt áleiðis að bátnum. Fimmtán mínútur í átta í morgun var svo taug komin frá Verði II í bátinn og haldið til Patreksfjarðar. Hæg norðan gola var á staðnum en þokuslæðingur. Rétt fyrir klukkan 11 í morgun kom Vörður svo með bátinn til hafnar á Patreksfirði.

Bilað stýri en hættulaust 

Upp úr hálf ellefu í morgun voru skipverjar á Björgunarskipinu Björgu á Rifi kallaðir út vegna lítils fiskibáts sem var þá staddur undan Rauðasandi með bilað stýri. Bátinn rak hægt undan norðanáttinni en annars var engin hætta á ferðum.

Stefna á Grundarfjörð 

„Björg var komin á staðinn rétt um 14 í dag, eftir siglingu yfir allan Breiðafjörð. Taug var komið á milli og er Björg nú með bátinn í togi og er stefnan sett á Grundarfjörð þaðan sem fiskibáturinn er gerður út. Áhöfnin á Björgu gerir ráð fyrir að vera komin til hafnar í Grundarfirði um 7 leitið,“ segir í tilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert