Verðbólgan í takt við væntingar

Þrátt fyrir að verðbólga sé á niðurleið segir Sigurður Ingi …
Þrátt fyrir að verðbólga sé á niðurleið segir Sigurður Ingi fjármálaráðherra mikilvægt að sýna áfram aðhald. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er auðvitað í takt við þær væntingar sem við höfum haft að verðbólgan væri að fara niður,“ segir Sigurður Ingi Jóhannesson fjármálaráðherra í samtali við mbl.is.

Verðbólga mælist nú 5,8% og hefur ekki mælst lægri síðan í janúar 2022. 

„Við vitum hins vegar ennþá að það er þensla í samfélaginu og þetta er ennþá sameiginlegt verkefni okkar allra að ná niður verðbólgunni. En þetta er sannarlega jákvæð teikn um að við séum á réttri leið,“ segir Sigurður. 

Aðhaldssöm fjárlög í undirbúningi

Þrátt fyrir að verðbólga sé á niðurleið segir Sigurður mikilvægt að halda áfram með aðhaldið. Í undirbúningi séu aðhaldssöm fjárlög sem lögð verða fram í haust. 

„Þau verða með þessa skýru mynd á að við ætlum að ná þessum árangri að ná niður verðbólgu og vöxtum þannig að þau eru aðhaldssöm.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert