30-40 m/s í staðbundnum hviðum

Vindaspá Veðurstofunnar klukkan 16 í dag.
Vindaspá Veðurstofunnar klukkan 16 í dag. Kort/Veðurstofa Íslands

Vegagerðin varar við því að staðbundnar hviður suðaustanlands geti náð 30-40 metrum á sekúndu.

Varir ástandið þangað til seint í kvöld, en gul viðvörun vegna hvassviðris tók í gildi á miðnætti á Suðausturlandi og á Austfjörðum. Verður hún í gildi til klukkan 8 í fyrramálið.

Í tilkynningu frá Vegaferðinni segir að hviðurnar gætu orðið frá Eldhrauni austan Kirkjubæjarklausturs og austur í Berufjörð.

„Eins er hætt við sandfoki s.s. á Skeiðarársandi og við Hvalsnes. Undir Eyjafjöllum gætu orðið sviptivindar um tíma síðdegis,“ segir einnig í tilkynningunni.

29,4 m/s í Hamarsfirði

Vindur hefur þegar mælst tæplega 30 m/s en mesti vindur á landinu í dag var í Hamarsfirði, en þar mældist hann 29,4 m/s.

Í Papey hefur einnig verið hvasst en þar mældist vindur 26,4 m/s og í Bjarney hefur vindur náð upp í 23,8 m/s.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert