Bæjaryfirvöld ekki staðið við samkomulag

Bæjaryfirvöld standa ekki við sitt.
Bæjaryfirvöld standa ekki við sitt.

Bæjaryfirvöld á Siglufirði hafa ekki enn staðið við sinn hluta samkomulags um uppbyggingu Siglufjarðar sem skrifað var undir árið 2012, að sögn Róberts Guðfinnssonar athafnamanns.

Var það hlutverk bæjaryfirvalda að sjá um uppbyggingu og lagfæringar í miðbæ bæjarins og uppbyggingu útivistar- og tjaldsvæðis á Leirutanga. Var samningurinn samkomulag á milli Fjallabyggðar og félagsins Rauðku ehf., sem í dag heitir Selvík og er í eigu Róberts, um að auka fjölbreytni í þjónustu fyrir ferðamenn og almenning og gera Siglufjörð að meira aðlaðandi byggðarlandi. 

Róbert, sem var gestur Dagmála á mbl.is í gær, segir sjálfan sig hafa staðið við sinn hluta samkomulagsins en það fólst t.a.m. í að byggja upp hótel, golfvöll og skíðasvæði á Siglufirði. Segist Róbert hafa eytt rúmum fjórum milljörðum króna af sínu eigin Umdeilt Svæðið í kringum Leirutanga hefur ekki verið ræktað upp eins og lagt var upp með í samkomulagi. 

Forsenda fjárfestingar hans hafi þó verið að sveitarfélagið myndi á sama tíma fara í uppbyggingu í skipulags-, samgöngu-, og umhverfismálum bæjarins. Hefur nú sveitarfélagið verið sakað um að hafa vanefnt samkomulagið.

Í samningnum stendur að skipulagning miðbæjar Siglufjarðar væri hins vegar á forræði bæjarstjórnar Fjallabyggðar. Segir þar t.a.m. að þörf hafi verið á lagfæringum á lóð fyrir tjaldsvæði sveitarfélagsins þar sem skipta þyrfti um gras, fjarlægja leir og setja möl í staðinn ef nýta ætti svæðið með svipuðum hætti. Leggja þyrfti niður lagnir fyrir niðurfallsvatn, tyrfa lóðina að nýju og ganga frá svæðinu. Væru þá einnig lóðir sem ættu að verða lagfærðar af bæjarfélaginu m.t.t. umhverfis og uppbyggingar á svæðinu öllu.

Í samningnum kemur einnig fram að forsvarsmenn Rauðku hafi talið að svæði í kringum Leirutanga, eins og það var nýtt þá, samrýmdist ekki hugmyndum þeirra um heildarmynd af því umhverfi sem þeir óskuðu að starfa í. Hluti þeirrar lóðar var leigður Bási ehf. sem sér m.a. um vélaleigu og steypustöð.

Rauðka og Bás voru þá í viðræðum um að starfsemi Báss yrði flutt af svæðinu og svæðið ræktað upp. Fjallabyggð taldi ekkert því til fyrirstöðu að að aðstoða Bás við að fá nýja lóð undir starfsemina og í samkomulaginu stendur að Fjallabyggð myndi svo sjá til þess að gengið yrði frá svæðinu þar sem áhersla yrði lögð á útivistargildi þess. Enduðu hins vegar Rauðka og Bás í lóðadeilum þar sem Bás hafði betur og er enn með starfsstöðvar sínar við tangann í dag. Róbert, sem er eigandi líftæknifyrirtækisins Genís sem starfar á Siglufirði, segir að verið sé nú að skoða hvort fyrirtækið haldi á brott frá bænum eftir að bæjaryfirvöld stóðu ekki við sinn hluta samkomulagsins. Segist hann efins um að Siglufjörður sé reiðubúinn að fóstra uppbyggingu fyrirtækisins á komandi árum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert