Ekkert tjaldveður á Humarhátíð í Höfn

Veðurfræðingur Veðurstofunnar myndi ekki tjalda í Höfn í dag eða …
Veðurfræðingur Veðurstofunnar myndi ekki tjalda í Höfn í dag eða kvöld. mbl.is/Golli

Veðurfræðingur Veðurstofu Íslands mælir gegn því að tjalda í dag á suðausturhluta landsins. Allt að 50 m/s hafa mælst í hviðum í Hamarsfirði í morgun. Humarhátíð á Höfn er haldin um helgina.

Vegagerðin hefur varað við því að staðbundnar hviður suðaustanlands gætu náð 30-40 m/s í dag.

Katrín Agla Tómasdóttir, veðurfræðingur Veðurstofu Íslands, segir það vera nærri lagi, og það geti jafnvel orðið hvassara.

50 m/s í Hamarsfirði

„Í Hamarsfirði hafa hviður mælst allt að 50 metrar á sekúndu. Það var í morgun um klukkan 9,“ segir Katrín Agla í samtali við mbl.is. Hún segir að í nótt dragi smám saman úr vindi.

Humarhátíðin vinsæla er haldin á Höfn í Hornafirði um helgina. Þar verður áfram strekkingur á morgun en seinni partinn á morgun lægir þar. Þá ætti að vera fínt veður, að sögn Katrínar.

Er óhætt að tjalda í Höfn?

„Ekki í dag, ég myndi ekki gera það. Það er hvasst þarna í dag. Það er ekki fyrr en eftir hádegi á morgun sem ég myndi byrja að setja tjaldið upp,“ segir Katrín.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert