Glæsifákar við Hörpu

mbl.is/Björn Jóhann

Fjölda glæsilegra bíla, af ýmsum tegundum, var lagt við Hörpu í gærkvöld. Þar voru á ferðinni félagar í Bílaklúbbnum Krúser. að loknum vikulegum fimmtudagsbíltúr.

Flotinn fangaði athygli vegfaranda við Hörpu og ferðamanna þar á meðal. Eigendur bílanna báru saman bækur sínar og sögðu stoltir frá glæsikerrunum. Aldur bílanna var allskonar, allt frá gömlum Ford-pallbíl til nýlegra sportbíla. Fjölmargar tegundir mátti sjá við tónlistarhúsið, eins og Corvettur, Mustang, Buick, Chevrolet, Chrysler, Cadillac og Volvo.

Þessi fallegi Buick heillaði marga vegfarendur sem áttu leið um …
Þessi fallegi Buick heillaði marga vegfarendur sem áttu leið um Hörpu í kvöld, er félagar í Krúserklúbbnum fjölmenntu með fáka sína stífbónaða. mbl.is/Björn Jóhann

Klúbburinn hefur verið starfandi síðan á vordögum 2006. Samkomu eru haldnar öll fimmtudagskvöld í húsakynnum Krúser að Höfðabakka 9. Þegar vel viðrar mæta félagsmenn á bílum sínum og taka rúnt um bæinn á eftir.

mbl.is/Björn Jóhann

Helstu markmið klúbbsins eru að „viðhalda klassískum bílum“ og stuðla að varðveislu þeirra, eins og segir á vef klúbbsins, og standa vörð um hagsmuni bíleigenda, efla kynni þeirra á milli og stuðla að góðakstri.

mbl.is/Björn Jóhann
Fordbílar af ýmsum tegundum voru á svæðinu, á öllum aldri.
Fordbílar af ýmsum tegundum voru á svæðinu, á öllum aldri. mbl.is/Björn Jóhann
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert