Karlmaður lést eftir fall á byggingarsvæði

Karlmaður á sextugsaldri er látinn eftir að hafa fallið á …
Karlmaður á sextugsaldri er látinn eftir að hafa fallið á byggingarsvæði. mbl.is

Karlmaður á sextugsaldri lést þann 23. júní á gjörgæsludeild Landspítalans af áverkum sínum eftir að hafa fallið á byggingarsvæði á Akranesi fyrr í mánuðinum.

Þetta staðfestir Kristján Ingi Hjörvarsson, settur aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi, í samtali við mbl.is. 

Maðurinn féll á byggingarsvæðinu þann 12. júní en lést af áverkum sínum 11 dögum síðar. 

Lögreglan er með málið til rannsóknar en vildi ekki gefa upp frekari upplýsingar að svo stöddu. 

Vísir greindi fyrst frá. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert