Láta ekki veðrið stoppa sig

Dagskrá kvöldsins á Humarhátíð fer fram í íþróttahúsinu í Höfn.
Dagskrá kvöldsins á Humarhátíð fer fram í íþróttahúsinu í Höfn. Samsett mynd

Hátíðargöngunni á Humarhátíð í Höfn í Hornafirði hefur verið aflýst. Dagskrá hátíðarinnar riðlast ekki að öðru leyti.

Gul viðvörun vegna hvassviðris er í gildi á Suðausturlandi, og verður hún í gildi til klukkan 8 í fyrramálið.

Dagskrá flutt inn

Guðrún Stefanía Vopnfjörð Ingólfsdóttir er bæði í bæjarstjórn Hornafjarðar og í Humarhátíðarnefnd.

Hún hvetur alla til að mæta á hátíðina um helgina og segir fólki að láta ekki veðrið stoppa sig.

Dagskrá sem átti að halda í útitjaldi í kvöld hefur verið flutt inn í íþróttahúsið í bænum, en tjaldið verður tekið í gagnið á morgun.

Versta veðrið gengið yfir

„Svo verður veðrið eins og blómstrið eina á morgun,“ segir Guðrún Stefanía glaðbeitt, í samtali við mbl.is.

Hún telur að versta veðrið sé þegar búið að ganga yfir, það hafi verið í hádeginu í dag. Enn sé þó hvasst í Höfn og á þessari stundu gæti verið óskynsamlegt að ferðast með aftanívagna.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert