Líf og fjör og landsins bestu hestar

Knapar framtíðarinnar ríða á vaðið á mánudagsmorgun þegar forkeppni í …
Knapar framtíðarinnar ríða á vaðið á mánudagsmorgun þegar forkeppni í barnaflokki hefst á Landsmóti Hestamanna í Víðidal. Mbl.is/Nína Guðrún Geirsdóttir

„Það er mikið líf og fjör í Víðidalnum, mótsvæðið er að mestu tilbúið, það er verið að klára að reisa markaðstjaldið, markaðsaðilar að mæta á svæðið með sínar vörur og verið er að leggja lokahönd á svæðið, sem er að mestu klárt," segir Þórdís Anna Gylfadóttir, markaðsstjóri Landsmóts Hestamanna, en mótið fer að þessu sinni fram í Víðidal í Reykjavík.

Undirbúningur fyrir mótið er á lokametrunum og hefst það á mánudaginn, 1. júlí klukkan 8:00 en þá hefjast fordómar kynbótahrossa á kynbótavelli og klukkan 8:30 hefst barnaflokkur á Hvammsvelli.

Tímasett dagskrá mótsins er klár og allar nánari upplýsingar er að finna á upplýsingasíðu þess. Núna standa yfir æfingatímar hestamannafélaganna á keppnisvellinum þar sem knapar víðsvegar af landinum mæta á svæðið og æfa sig á keppnisvelli.

„Miðasalan fer fram á Tix.is. Í boði eru vikupassar, helgarpassi og svo er einnig hægt að versla dagpassa fyrir hvern dag fyrir sig, þó langhagstæðast sé að versla vikupassa,“ segir Þórdís.

Hægt að kaupa aðgöngumiða á skemmtun Landsmóts

Landsmót hestamanna er ekki síður mannamót þar sem hestaáhugamenn víðsvegar af landinu og utan úr heimi koma saman og hafa gaman. Rjómi íslenskra tónlistarmanna mun koma fram og halda upp góðri stemmingu.

„Í byrjun næstu viku koma í sölu miðar sem gilda inn á skemmtanirnar, hægt verður að kaupa miða fyrir ballið á fimmtudag, föstudag og laugardag. Á landsmóti kemur saman svo stór og breiður aldurshópur, keppendur eru frá 10 ára aldri sem eru að stíga sín fyrstu skref í aldursflokki og svo bara upp úr, það er því mikilvægt að við bjóðum upp á eitthvað fyrir alla," segir Þórdís.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert