Málatilbúnaður stóðst ekki skýrleikakröfur

Vegagerðin stefndi landeiganda.
Vegagerðin stefndi landeiganda. Ljósmynd/Sigurjón Andrésson

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá máli þar sem Vegagerðin stefndi landeigendum í Hornafirði og krafðist endurgreiðslu eignarnámsbóta sem höfðu verið greiddar út.

Matsnefnd eignarnámsbóta kvað upp úrskurð 10. október 2019 og ákvarðaði eigendum Akurness í Nesjum bætur vegna vegaframkvæmda við Þjóðveg 1 í Hornafirði. Jarðeigendur undu úrskurði matsnefndarinnar og Vegagerðin greiddi þeim bætur í lok árs 2019.

Frávísun í héraðsdómi Rúmum fjórum árum eftir að niðurstaðan lá fyrir og eftir að bætur höfðu verið greiddar út höfðaði Vegagerðin mál til að hnekkja úrskurði matsnefndarinnar.

Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði málinu frá þar sem krafan væri fyrnd, stefnandi hefði ekki lögvarða hagsmuni í málinu og málatilbúnaður stæðist ekki skýrleikakröfur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert