Rannveig lætur af störfum

Rannveig Sigurðardóttir var ráðin til starfa í Seðlabankanum árið 2002 …
Rannveig Sigurðardóttir var ráðin til starfa í Seðlabankanum árið 2002 og varð varaseðlabankastjóri peningastefnu árið 2020. mbl.is/Kristinn Magnússon

Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabanka Íslands, hefur óskað eftir því við forsætisráðherra að láta af störfum í lok árs.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands.

Var Rannveig skipuð sem varaseðlabankastjóri peningastefnu til fimm ára en skipunartíma hennar lýkur í lok árs. Fram kemur í tilkynningu að forsætisráðherra muni auglýsa starfið síðar í sumar og skipa í embættið frá og með 1. janúar 2025.

Þetta er í annað skipti á þessu ári sem varaseðlabankastjóri óskar eftir lausn úr embætti en Gunnar Jakobsson, fyrrverandi varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, lét af störfum nýlega. Arnór Sighvatsson tók þá við og hefur gegnt embættinu síðan 1. maí.

Ráðherra skipar þrjá varaseðlabankastjóra til fimm ára í senn, en auk Arnórs og Rannveigar gegnir Björk Sigurgísladóttir embætti varaseðlabankastjóra fjármálaeftirlits.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert