Skilar skömminni til kirkjuþings

Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands.
Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Agnes M. Sig­urðardótt­ir bisk­up Íslands kveðst hafa fengið að finna fyr­ir því að vera fyrsta kon­an sem gegn­ir embætti bisk­ups Íslands. Hún seg­ist hafa verið beitt órétti og lýs­ir niður­læg­ing­unni sem hún upp­lifði þegar umboð henn­ar til embætt­is­ins var dregið í efa. 

Þessu lýs­ir Agnes í viðtali við Heim­ild­ina þar sem farið er yfir víðan völl og til að mynda fjallað um líðan Agnes­ar í tengsl­um við ráðningu henn­ar í embættið, í kjöl­far þess að skip­un­ar­tími henn­ar rann út í júní 2022, en störf henn­ar frá þeim tíma hafa verið sögð mark­leysa ein. 

Staða bisk­ups þurfi að vera skýr

Það var fram­kvæmda­stjóri Bisk­ups­stofu sem gerði ráðning­ar­samn­ing við Agnesi í kjöl­far þess að skip­un­ar­tími henn­ar rann út. Úrsk­urðar­nefnd þjóðkirkj­unn­ar komst síðar að þeirri niður­stöðu að embættis­verk Agnes­ar frá þeim tíma hefðu verið mark­leysa ein.

Í úr­sk­urðinum er horft til þess að á kirkjuþingi í mars 2022 hafi verið samþykkt heim­ild til bisk­ups­kjörs en eng­in kosn­ing farið fram. Um er að ræða end­an­leg­an og bind­andi úr­sk­urð inn­an þjóðkirkj­unn­ar og því hef­ur Agnes íhugað að vísa mál­inu til dóm­stóla. 

Helst hefði hún þó viljað að kirkjuþing myndi greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Þetta hafi ekki snú­ist um stöðu henn­ar sem per­sónu held­ur stöðu bisk­ups sem þurfi að vera skýr. 

Eina leiðin að fara með málið til dóm­stóla

Eins og gef­ur að skilja hélt Agnes ótrauð áfram að sinna embættis­verk­um þegar gerður hafi verið ráðning­ar­samn­ing­ur við hana. Verk­efn­in fólust meðal ann­ars í því að fram­lengja leyfi séra Gunn­ars Sig­ur­jóns­son­ar sem hafði verið sett­ur í leyfi sókn­ar­prests vegna kyn­ferðis­legr­ar áreitni. 

Niðurstaða úr­sk­urðar­nefnd­ar­inn­ar var sú að Agnes hefði ekki haft umboð til að fram­lengja leyfið hans og seg­ir Agnes í sam­tali við heim­ild­ina að nú sé ekk­ert annað að gera en að fara með málið fyr­ir dóm­stóla. 

Aldrei gerst ef hún væri karl­maður 

Agnes seg­ir það að hún sé kona ástæðu þess að málið hafi farið ótal hringi inn­an kirkj­unn­ar og kveðst þess nokkuð viss að sams­kon­ar mál hefði aldrei komið upp ef um karl­mann hefði verið að ræða. 

Þá kveðst hún hafa verið niður­lægð af kirkjuþing­inu og vill skila skömm­inni þangað, enda seg­ir hún vinnu­brögð þings­ins fyr­ir neðan all­ar hell­ur og bind­ur von­ir við að sams­kon­ar mál komi aldrei aft­ur upp. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka