Spursmál: Eldheit umræða um áfengissölu á netinu

Arnar Sigurðsson, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Fanney Birna Jónsdóttir og Jón …
Arnar Sigurðsson, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Fanney Birna Jónsdóttir og Jón Axel Ólafsson eru gestir Stefáns Einars Stefánssonar í Spursmálum. Samsett mynd

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, lögfræðingur og þingmaður Framsóknarflokksins, mætti ásamt Arnari Sigurðssyni, eiganda Sante, í nýjasta þátt af Spursmálum sem sýndur var hér á mbl.is fyrr í dag og tekist var á um núgildandi áfengislög með líflegum hætti. 

Upptöku af þættinum má nálgast í spilaranum hér að neðan, á Spotify og Youtube og er öllum aðgengilegur.

Tímabærar breytingar?

Síðustu misseri má segja að stjórnvöld hafi teflt gildum áfengislögum í tvísýnu eftir að ÁTVR höfðaði mál gegn smásölu áfengis á netinu sem síðar var vísað frá.

Samkvæmt lögum er smásala áfengis óheimil öðrum en Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins á grunni einkaleyfis, en með tilkomu netverslana hefur aðgengi að áfengi aukist til muna. Því þykja lagabreytingar á áfengislögum orðnar tímabærar samhliða samfélagsþróun og breyttu neyslumynstri.

Í þessu samhengi eru skiptar skoðanir í samfélaginu á auknu aðgengi áfengis. Margir hafa lýst yfir áhyggjum sínum á því að smásala áfengis í netverslun verði heimiluð á grundvelli forvarna- og lýðheilsusjónarmiða. Á sama tíma halda aðrir því fram að ákall þjóðarinnar eftir breytingum á áfengislögum sé áþreifanlegt þar sem neysluvenjur hafi breyst með tíð og tíma og stafrænt umhverfi sömuleiðis.

Trump og Biden í brennidepli 

Óhætt er að segja að fjölbreytt fréttavika sé að baki. Til að fara yfir það sem helst dró til tíðinda í vikunni sem senn er á enda mættu þau Jón Axel Ólafsson, útvarps- og athafnamaður, og Fanney Birna Jónsdóttir, dagskrárstjóri Rásar 1, í settið. Létu þau í ljós skoðanir sínar á þeim stóru málum sem varða samfélagið og í raun heimsbyggðina alla þar sem fyrstu forsetakappræður Donalds Trump og Joes Biden báru helst á góma.

Síðasti þáttur Spursmála fyrir sumarfrí

Eft­ir viðburðaríka mánuði frá því Spurs­mál hófu göngu sína síðastliðið haust fer þátt­ur­inn í sum­ar­frí fram til föstu­dags­ins 16. ág­úst. Þann dag hefst hefðbund­in dag­skrá aft­ur að loknu fríi - ekki missa af því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert