Nærri hælnum á Reykjanesskaganum sem er suðvesturhornið á Íslandi gengur Valahnjúkur í sjó fram. Stöðugt molnar úr hnjúknum af lamstri veðra auk þess sem þetta er þekkt jarðskjálftasvæði.
Úr lofti er þetta stórbrotinn staður að sjá í kvöldsólinni, einnig þegar litið er inn til landsins þar sem Reykjanesviti stendur á Bæjarfelli og vísar sjófarendum örugga leið. Fjær eru gufustrókar frá borholum því á þessum slóðum Suðurnesjanna kraumar jörðin eins og landsmenn hafa verið rækilega minntir á síðustu misserin.