Tekist á um áfengislögin

Arnar Sigurðsson, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Fanney Birna Jónsdóttir og Jón …
Arnar Sigurðsson, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Fanney Birna Jónsdóttir og Jón Axel Ólafsson eru gestir Stefáns Einars Stefánssonar í Spursmálum. Samsett mynd

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, og Arnar Sigurðsson, eigandi Sante, takast á um áfengissölu í netverslun í nýjasta þætti Spursmála. Þátturinn verður sýndur hér á mbl.is klukkan 14 í dag og er hann öllum aðgengilegur.

Skiptar skoðanir eiga sér stað í samfélaginu á auknu aðgengi áfengis með tilkomu áfengissölu á netinu. Margir hafa lýst yfir áhyggjum sínum af því að smásala áfengis í netverslun verði heimiluð á grundvelli lýðheilsusjónarmiða á meðan öðrum þykir ákall þjóðarinnar eftir breytingum á áfengislögum vera áþreifanlegt.

Búast má við að hörku umræða skapist um málefnið í þessum síðasta þætti Spursmála fyrir sumarfrí.

Eftir viðburðaríka mánuði frá því Spursmál hófu göngu sína síðastliðið haust fer þátturinn í sumarfrí fram til föstudagsins 16. ágúst. Þann dag hefst hefðbundin dagskrá aftur að loknu fríi - ekki missa af því.

Fréttir vikunnar í góðum höndum

Þau Jón Axel Ólafsson, útvarpsmaður á K100, og Fanney Birna Jónsdóttir, dagskrárstjóri Rásar 1, mæta í settið og rýna í helstu fréttir líðandi viku undir stjórn Stefáns Einars Stefánssonar. Að vanda er þar af nógu að taka enda sérlega viðburðarík fréttavika að baki.

Fylgstu með fjörugri og upplýsandi umræðu í Spursmálum hér á mbl.is alla föstudaga klukkan 14. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert