Vandræðalaus gul viðvörun

Gul viðvörun ríkir á austurhluta landsins þar til í fyrramálið.
Gul viðvörun ríkir á austurhluta landsins þar til í fyrramálið. Sjáskot/Veðurstofan

Óveðrið sem nú er á Austurlandi hefur gengið nokkuð vandræðalaust yfir hingað til ef marka má fjölda tilkynninga til lögreglu. Engin veðurtengd tilkynning hefur borist það sem af er degi. 

Síðan í gærkvöldi hefur ríkt gul viðvörun á Austurlandi vegna hvassviðris en samkvæmt því sem fram kemur á vef Veðurstofunnar varir hún þangað til í fyrramálið.

Fólki á svæðinu er ráðlagt að haga að lausamunum og aðstæður sagðar geta verið varasamar fyrir aftanívagna og ökutæki sem taka á sig mikinn vind.

Það sem af er virðist óveðrið ekki hafa ollið miklum vandræðum en í samtali við mbl.is staðfesti yfirlögregluþjónn á svæðinu að engar tilkynningar hafi borist lögreglu vegna vandræða eða tjóns að sökum óveðursins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert