Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna slasaðs manns við Rauðafeldgjá

Rauðfellsgjá er vinsæll ferðamannastaður á sunnanverðu Snæfellsnesi. Gjáin er aðgengileg, …
Rauðfellsgjá er vinsæll ferðamannastaður á sunnanverðu Snæfellsnesi. Gjáin er aðgengileg, en gengið er upp stíg frá bílastæði nokkru neðar. Myndin er úr safni og var tekin árið 2022. mbl.is/Þorsteinn

Viðbragðsaðilar hafa verið kallaðir út vegna manns sem slasaðist við Rauðafeldsgjá á Snæfellsnesi nú á ellefta tímanum í morgun.

Að sögn Kristjáns Inga Hjörvarssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns á Vesturlandi, eru viðbragðsaðilar á leið á staðinn og þá var haft samband við Landhelgisgæsluna um að vera með þyrlu í startholunum.

Hann segir að lögreglunni hafi borist tilkynning laust eftir klukkan 11 um að maður hafi lent undir snjóklumpi. Hann sagðist ekki hafa frekari fregnir af slysinu að svo stöddu.

Uppfært klukkan 12.12:

Ekki var talin þörf á að senda þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysstaðinn og er verið að flytja manninn með sjúkrabifreið.

Ekki reyndist þörf á að senda þyrluna á slysstaðinn.
Ekki reyndist þörf á að senda þyrluna á slysstaðinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert