Fólk flykktist í miðbæinn til að fylgjast með EM

Fólk fylgdist með leik Ítalíu og Sviss fyrr í dag.
Fólk fylgdist með leik Ítalíu og Sviss fyrr í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Margir lögðu leið sína á Brúartorg í miðbæ Selfoss til að fylgjast með leik Ítalíu og Sviss.

Miðbær Selfoss verður með skjáinn í sumar á meðan EM karla í fótbolta stendur yfir og hefur þetta fallið vel í kramið hjá fólki, að sögn Sveins Ægis Birgissonar, formanns bæjarráðs, í samtali við mbl.is.

Í dag hefur veðrið á Selfossi verið gott og mældist hitinn hátt í 20 gráður fyrr í dag.

Allir leikir sýndir í beinni

Miðbær Selfoss hefur staðið fyrir svona áður og hefur það lukkast vel til eins og nú. 

„All­ir EM-leik­ir verða sýnd­ir í beinni, það verður um­fjöll­un um leik­ina og í fram­haldi af því viðburðir í kring­um skjá­inn. Það verða uppá­kom­ur í kring­um leik­ina, viðburðir, veit­ingastaðir og versl­an­ir verða með opið svo það verður mik­il stemn­ing,“ sagði Elísa­bet Ósk Guðlaugs­dótt­ir, verk­efna- og markaðsstjóri miðbæj­ar Sel­foss, fyrr í mánuðinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert