„Fólki er almennt mjög misboðið“

Fólk kom saman til þess að veita Yazan og fjölskyldu …
Fólk kom saman til þess að veita Yazan og fjölskyldu hans stuðnig. Ljósmynd/Aðsend

„Við getum ekki verið almennilegar manneskjur eða almennileg þjóð ef við sendum fárveikt ellefu ára gamalt barn úr landi út í mögulegan dauða og óvissu, þá erum við ömurlegar manneskjur," þetta sagði Sólveig Arnarsdóttir leikkona í samtali við mbl.is í tengslum við brottvísun Yazan M. K. Aburajab Tamimi. 

Landssamtökin Þroskahjálp, Duchenne Samtökin á Íslandi, Réttur barna á flótta og Einstök börn boðuðu til samstöðufundar á Austurvelli klukkan tvö í dag til stuðnings Yazan sem er ellefu ára gamall fatlaður drengur sem stendur frammi fyrir brottvísun úr landi. 

Sólveig Arnarsdóttir var fundarstjóri samstöðufundar.
Sólveig Arnarsdóttir var fundarstjóri samstöðufundar. mbl.is/Arnþór

Sólveig Arnardóttir var fundarstjóri fundins og að sögn hennar fann hún fyrir áhyggjum og þunga fólks á fundinum. 

„Fólki er almennt mjög misboðið,“

Fjöldi fólks kom saman á Austurvöllum í dag.
Fjöldi fólks kom saman á Austurvöllum í dag. mbl.is/Arnþór

Skora á stjórnvöld

Eftir fundinn var gefin út ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld að falla frá áformum um að vísa Yazan og fjölskyldu hans úr landi. Ályktunin af fundinum segir að skorað sé á stjórnvöld að veita Yazan efnislega og sanngjarna meðferð hjá yfirvöldum  og að það verði gert með tilliti til aðstæðna hans, aldurs, fötlunar og heilsu. 

„Ég skora á stjórnvöld, ég skora á dómsmálaráðherra og ég skora á yfirmenn útlendingastofnunar að endurskoða og draga þennan úrskurð tilbaka samstundis,“ segir Sólveig að lokum. 

Sólveig segir fólk hafa miklar áhyggjur.
Sólveig segir fólk hafa miklar áhyggjur. mbl.is/Arnþór
Yazan er með duchenne-heilkenni, sem er vöðvarýrnunarsjúkdómur. Til stendur að …
Yazan er með duchenne-heilkenni, sem er vöðvarýrnunarsjúkdómur. Til stendur að vísa honum til Spánar. Samsett mynd/Eggert Jóhannesson/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert