Gæsluvarðhald framlengt yfir grunuðum stungumanni

Maður var meðal annars stunginn á háls í árásinni.
Maður var meðal annars stunginn á háls í árásinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Búið er að framlengja gæsluvarðhald yfir karl­manni um þrítugt sem grunaður er um stór­fellda lík­ams­árás í Kópa­vogi í síðustu viku.

Þetta staðfest­ir Elín Agnes Krist­ín­ar­dótt­ir, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn hjá miðlægri rann­sókn­ar­deild lög­regl­unn­ar, í sam­tali við mbl.is.

Maðurinn var upphaflega úrskurðaður í gæsluvarðhald fram til dagsins í gær en búið er að framlengja gæsluvarðhaldið til 25. júlí.

Stunginn á háls

Er hinn grunaði sakaður um að hafa tekið upp hníf og beitt hon­um gegn tveim­ur mönn­um.

Að sögn El­ín­ar hlaut ann­ar mannanna fjög­ur stungusár, þar af í háls­inn, og hinn tvo skurði á hendi.

Búið er að gera að sár­um þess sem hlaut skurði á hendi. Maður­inn sem var stunginn á háls er ekki í lífs­hættu.

Ekki eru tal­in vera tengsl á milli þess grunaða og mann­anna tveggja en Elín segir að rannsókn á málinu sé í fullum gangi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka