Konan fékk lægri laun vegna kyns

Innheimtustofnun sveitarfélaga.
Innheimtustofnun sveitarfélaga.

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að Innheimtustofnun sveitarfélaganna hefði mismunað kvenkyns starfsmanni stofnunarinnar vegna á grundvelli kynferðis, með því að greiða henni umtalsvert lægri laun en karlkyns starfsmönnum stofnunarinnar.

Konan hóf störf hjá stofnuninni árið 2015 og starfaði þar sem lögfræðingur. Krafa konunnar á stofnunina byggði á því launamunur hennar og karlkyns kollega byggði ekki á málefnalegum ástæðum þar sem hún hefði sinnt sömu verkefnum og gengt sambærilegum störfum. 

Í málinu kom fram að mánaðarlaun karlkyns starfsmanns stofnunarinnar voru að meðaltali 66% hærri en konunnar og á tímabilinu 2019-2022 nam heildarmunur launa þeirra því um 16.307.862 krónum.

Héraðsdómur tók að fullu undir með konunni

Innheimtustofnun hafnaði alfarið þeim ásökunum, og vildi meina að launamunur konunnar og þess karls sem hún miðaði kröfu sína við væri ekki ólögmætur. Hann stafaði heldur út frá því að fólkið gegndi mismunandi störfum, auk þess sem maðurinn hefði töluvert meiri menntun og umtalsvert lengri starfsreynslu hjá stofnunni. Launamunurinn hafi því stafað af öðrum þáttum en kyni.

Héraðsdómur komst hinsvegar að þeirri niðurstöðu að fólkið gegndi sambærilegum stöðum innan stofnunarinnar og konunni hafi því verið ákvörðuð lægri laun fyrir jafn verðmætt starf sökum kyns. 

Innheimtustofnun sveitarfélaganna var því dæmt að greiða konunni 16.214.731 krónur með dráttarvöxtum auk tæplega tveggja milljóna í málskostnað. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert