Mótmæla umsókn Samkaupa á Siglufirði

Samkaup vilja byggja nýja verslun í miðbæ Siglufjarðar.
Samkaup vilja byggja nýja verslun í miðbæ Siglufjarðar. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Félagið Selvík ehf., sem er í eigu athafnamannsins Róberts Guðfinnssonar, mótmælti harðlega þeirri ákvörðun skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar að samþykkja umsókn frá T. Ark Arkitektum fyrir hönd Samkaupa þar sem óskað var eftir vilyrði fyrir lóð. Vilja Samkaup byggja nýja verslun í miðbæ Siglufjarðar.

Lóðin var eitt sinn í eigu Róberts sem afsalaði sér henni til sveitarfélagsins árið 2018 en stefnt var að uppbyggingu á svæðinu sem færi eftir samkomulagi á milli félags hans Selvíkur og Fjallabyggðar.

Skipulags- og umhverfisnefnd gat ekki veitt vilyrði fyrir lóðinni vegna þess að lóðin er ekki á óskipulögðu svæði – en nefndin veitti hins vegar leyfi fyrir því að unnið yrði að breytingu á deiliskipulagi miðbæjarins. Var þetta samþykkt á fundi skipulags- og umhverfisnefndar 22. maí síðastliðinn.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, laugardag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert