Telur viðbrögðin við parísarhjólinu vera góð

Einar Þorsteinsson borgarstjóri.
Einar Þorsteinsson borgarstjóri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í nýlegri könnun sem Prósent framkvæmdi kom fram að 15% Íslendinga hafa farið eða telja sig líkleg til að fara í Parísarhjólið sem stendur við Reykjavíkurhöfn. Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, telur þessa tölfræði vera góða. 

„Það bjóst enginn við því að allir landsmenn myndu fara í þetta Parísarhjól og það eru 15% landsmanna segist líkleg eða sjái fyrir sér að fara í hjólið, það er hátt í 60 þúsund manns," sagði Einar í samtali við mbl.is.

Í nýlegri könnun sem Prósent framkvæmdi, kom fram að 15% …
Í nýlegri könnun sem Prósent framkvæmdi, kom fram að 15% Íslendinga hafa farið eða telja sig líklega til að fara í parísarhjólið sem stendur við Reykjavíkurhöfn mbl.is/Eyþór


Gerir borgina skemmtilegri

Ætlið þið að gera þetta aftur næsta sumar?

„Það verður bara að koma í ljós, þetta var tilraunaverkefni úr sumarið og bara ein leið til þess að gera borgina skemmtilegri og bjóða upp á aukna afþreyingu fyrir landsmenn og höfuðborgarbúa,“ segir Einar. 

„Miðað við þessa könnun þá sýnist mér þetta fá bara nokkuð góð viðbrögð,“ segir hann að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert