„Þemað í dag var dálítill reykur og læti“

Árlegur Flugdagur Flugsafns Íslands var haldinn í dag á Akureyravelli.
Árlegur Flugdagur Flugsafns Íslands var haldinn í dag á Akureyravelli. mbl.is/Þorgeir

Árlegi Flugdagur Flugsafns Íslands var haldinn í dag á Akureyravelli. Þar voru í kringum 20 til 30 flugvélar sem voru til sýnis og í kringum 15 flugvélar sem tóku þátt í flugsýningu.

„Dagurinn heppnaðist frábærlega, æðislegt veður og mikill fjöldi fólks sem naut flugs í fjölbreytni mynd,“ segir Steinunn María Sveinsdóttir, forstöðukona Flugsafnsins í samtali við mbl.is 

Fullt af vélum vorum sýndar á Flugdeginum í dag.
Fullt af vélum vorum sýndar á Flugdeginum í dag. mbl.is/Þorgeir

Rafmagnsvél hóf sig á loft

Flugdagurinn hefur verið haldinn árlega í júní frá því að flugsafnið opnaði fyrst árið 2000. Í dag var meðal annars hægt að sjá listflug, landhelgisgæslan tók þátt í deginum með þyrlu en Steinunn segir þó að sögulegasti viðburður dagsins hafi verið að rafmagnsflugvél hóf sig á loft í fyrsta skiptið á Akureyri. 

Fjöldi flugmanna sýndu hæfni sína á Akureyravelli í dag.
Fjöldi flugmanna sýndu hæfni sína á Akureyravelli í dag. mbl.is/Þorgeir

Hver var hápunktur dagsins?

„Ég held að við höfðum náð að enda þetta mjög vel með frábæru listflugi frá Snorra Bjarnvin Jónssyni og svo frumsýndi flugsveitin nýtt atriði, þannig þemað var dálítill reykur og læti,“ segir Steinunn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert