Þótti ekki embættinu til sóma

Brjóstahaldarargirðingin undir Eyjafjöllum hefur vakið athygli vegfarenda, svo mikla athygli …
Brjóstahaldarargirðingin undir Eyjafjöllum hefur vakið athygli vegfarenda, svo mikla athygli að Vegagerðin hefur í tvígang fjarlægt haldarana. mbl.is/Brynjólfur Löve

Sól skein í heiði og ylvolg haf­gol­an lék um blaðamenn Morg­un­blaðsins er þeir lögðu í hlaðinu í Varma­hlíð und­ir Eyja­fjöll­um í vik­unni. Hund­arn­ir á bæn­um, Kani og Fel­ix, tóku opn­um lopp­um á móti okk­ur og í kjöl­farið kom heima­sæt­an, Ing­veld­ur Anna Sig­urðardótt­ir út á hlaðið og bauð okk­ur vel­kom­in inn í Skúr­inn, gisti­heim­ilið sem fjöl­skyld­an rek­ur. Þar hitt­um við fyr­ir móður henn­ar, Önnu Birnu Þrá­ins­dótt­ur.

Skúr­inn, eða The Gara­ge, opnaði árið 2017, er hlý­legt gisti­heim­ili og í mót­tök­unni er ilm­ur af nýbakaðri skúffu­köku. Hug­mynd­in að gisti­heim­il­inu kviknaði nokkr­um árum áður þegar Anna Birna hafði um nokk­urra ára skeið horft á enda­laust af er­lend­um ferðamön­um keyra fram hjá bæn­um. Þegar kom að því að opna gisti­heim­ilið tók það þó sam­henta fjöl­skyld­una á Varma­hlíð aðeins 10 mánuði að moka út úr gamla fjós­inu og gera það gisti­heim­ili.


„Hér var haug­húsið fullt af skít og gefið á fóður­gang­inn. Við hætt­um með kýr hér um árið 2000 og fór­um að stunda dag­launa­vinnu. Við vor­um orðin þreytt á að sinna dag­launa­vinn­unni, níu til fimm. Við sáum hér ferðamenn keyra fram hjá niðri á þjóðvegi, enda­laust. Þannig að við ákváðum að breyta um og tók­um öll göm­ul hús sem við hugs­an­lega fund­um á hlaðinu og breytt­um í ferðamannag­ist­ingu. Það var mikið heilla­spor,“ seg­ir Anna Birna.

Mæðgurnar Anna Birna Þráinsdóttir og Ingveldur Anna Sigurðardóttir, ásamt hundunum …
Mæðgurn­ar Anna Birna Þrá­ins­dótt­ir og Ing­veld­ur Anna Sig­urðardótt­ir, ásamt hund­un­um Kana og Fel­ix í hlaðinu heima í Varma­hlíð. mbl.is/​Brynj­ólf­ur Löve

Fé­lags­leg til­raun sem vatt upp á sig

Anna Birna er fyrr­ver­andi sýslumaður og Ing­veld­ur Anna er með meist­ara­gráðu í lög­fræði frá Há­skóla Íslands og vinn­ur sem full­trúi sýslu­manns á skrif­stofu sýslu­manns­ins á Hvols­velli. Þá er hún einnig 2. varaþingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins í Suður­kjör­dæmi.

Næsti bær við Varma­hlíð er Brekku­kot, en þar má finna heims­fræga girðingu þar sem brjósta­hald­ar­ar hanga á henni. Uppá­tækið hófst þó allt við Varma­hlíð á sér skemmti­lega sögu.

„Við byrjuðum þetta,“ seg­ir Ing­veld­ur Anna en gríp­ur þá móðir henn­ar inn í og dreg­ur úr. „Þessi brjósta­hald­arag­irðing er ekki í okk­ar landi og ekki á okk­ar veg­um. Við höfðum heyrt, þetta kom til tals á góðri stundu við eld­hús­borðið, að það hafi verið ástr­alsk­ur bóndi, hann og kon­an hans voru að vinna úti á akri. Kon­unni hans verður eitt­hvað heitt og fer úr að ofan og heng­ir brjósta­hald­ar­ann á girðing­una. Og gleymdi hon­um. Upp úr því komu fleiri og fleiri hald­ar­ar. Við hugsuðum að það væri gam­an að prófa þetta, svona fé­lags­lega til­raun. Þeim fannst svo upp­lagt að gera þetta á girðing­unni hjá okk­ur, bara niðri við heim­reiðina. Sem þeir og gerðu ein­hverj­ir gár­ung­ar. Ég var ekki al­veg með á því,“ seg­ir Anna Birna sem þá var sýslumaður.

„Þetta þótti ekki embætt­inu til sóma,“ skýt­ur þá dótt­ir henn­ar inn í og Anna Birna tek­ur und­ir.

„Þannig ég tók hel­vít­is brjósta­hald­ar­ana og flutti þá yfir til ná­grann­ans sem eig­in­lega upp­tök­in að þessu. Og síðan hafa þeir verið þar,“ seg­ir Anna Birna.

Sömu brjósta­hald­ar­arn­ir hafa þó ekki fengið að hanga óáreitt­ir þenn­an rúma ára­tug frá því uppá­tækið hófst og seg­ir Anna Birna að Vega­gerðin hafi hreinsað girðing­una minnst tvisvar sinn­um. Seg­ir hún Vega­gerðina telja þá geta ógnað um­ferðarör­yggi, því ít­rekað stoppi veg­far­end­ur til að virða þá fyr­ir sér og mynda.

Viðtalið má lesa í heild í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins. Þá er þátt­ur­inn aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

 

 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert