Úr 20 metrum á sekúndu í 20 stiga hita

Búist er við um 20 stiga hita á Egilsstöðum á …
Búist er við um 20 stiga hita á Egilsstöðum á sunnudag. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

Óveðrið á Austurlandi hefur nú að mestu gengið niður, en í morgun mældist vindhraði mestur um 20 metrar á sek­úndu í Hamarsfirði.

Veðurstofan gaf út viðvörun í gær vegna úrkomu og leysinga og varaði við auknum líkum á skriðuföllum og minniháttar hreyfingum á Norðausturlandi.

„Það var dálítil úrkoma á Norður- og Austurlandi í nótt og enn er snjór í fjöllum þannig að hlíðar og jarðvegir eru enn blautir og því viðkvæmar fyrir úrkomu á meðan frostið er enn að fara,“ segir Katrín Agla Tómasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.

Góða veðrirð stoppar stutt

Útlit er fyrir að hlýna muni í veðri um helgina. Á sunnudag er búist við að hitastig á Austfjörðum verði á bilinu 12-22 gráður, hlýjast í innsveitum. 

Blíðviðrið stoppar þó stutt, en hlýtt verður áfram í veðri. Lítil lægð nálgast svo landið úr suðri og á mánudag er svo búist við rigningu eða súld á köflum í flestum landshlutum.

Þegar líða tekur á vikuna er einnig búist við að hiti fari lækkandi í flestum landshlutum. Á fimmtudag er spáð norðlægri átt og vætu í flestum landshlutum, Hiti verður á bilinu 7 til 15 stig, hlýjast suðvestanlands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert