Auglýsingaskjáir komnir í Strætó

Skjáirnir eru í fimm vögnum til að byrja með.
Skjáirnir eru í fimm vögnum til að byrja með. mbl.is/Agnar

Vegfarendur á höfuðborgarsvæðinu kunna eflaust að hafa rekið augun í nýja LED-skjái í strætisvögnum borgarinnar. Um er að ræða nýjan auglýsingarmáta. 

Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir skjáina vel kunna að vinna sér fastan sess í fleiri vögnum í framtíðinni.

„Þetta er komið í fimm strætisvagna til tilraunar,“ segir Jóhannes. 

Strætó fær þóknun

Hann segir um að ræða rekstur á vegum auglýsingafyrirtækis og Strætó fái þóknun fyrir að hýsa skjáina um borð í vögnunum. Fyrirtækið hafi verið í samskiptum við viðeigandi eftirlitsstofnanir til að ganga úr skugga um að skjáirnir samræmist lögum og reglum.

Aðspurður segir Jóhannes engar kvartanir hafa borist varðandi skjáina. Þeir snúi út á við fyrir vegfarendur til að sjá og því hljótist ekki ónæði af þeim fyrir farþega sem vilji hafa ró og næði í vagninum. 

„Þetta er þokkalega vinsælt. Þetta er tiltölulega þægilegt og einfalt og ódýrara en að heilmerkja eða merkja strætisvagna, þannig þetta er svona framþróun,“ segir Jóhannes. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka