Fjórir á sjúkrahús eftir bílveltu

Fjórir voru fluttir á sjúkrahús með minniháttar áverka.
Fjórir voru fluttir á sjúkrahús með minniháttar áverka. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjór­ir voru flutt­ir á sjúkra­hús eft­ir bíl­veltu í Borg­ar­f­irði.

Þetta staðfest­ir varðstjóri hjá Neyðarlín­unni í sam­tali við mbl.is.

Varðstjór­inn seg­ir að áverk­ar á fólk­inu hafi verið minni­hátt­ar en bíl­velt­an varð á Borg­ar­fjarðarbraut.

Útkallið barst lög­reglu klukk­an rúm­lega hálf fjög­ur í dag.

Fyrr í dag valt hjól­hýsi í Borg­ar­f­irði, en það er ótengt þess­ari veltu sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Neyðarlín­unni. Eng­inn slasaðist í þeirri veltu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka