Fólk ósátt en Vegagerðin segir ekkert neyðarástand

Ökumenn eru ósáttir við blikblæðinguna á Fagradal.
Ökumenn eru ósáttir við blikblæðinguna á Fagradal. Ljósmynd/Aðsend

Ökumenn eru ósáttir við ástandið á veginum á Fagradal vegna mikilla bikblæðinga og telja sumir hverjir veginn vera ófæran ef marka má skilaboð sem komið hefur verið á framfæri á Facebooksíðu Vegagerðarinnar. Telja þeir að loka eigi honum í svona ástandi. 

Lýst hefur verið áhyggjum af öryggi vegfarenda auk þess sem minnst er á grjót og sand sem fer í bílinn við akstur á veginum, en vegurinn er sandaður til þess að minnka slysahættu og vinna gegn blæðingunni. 

Telur ekki þörf á því að loka veginum

Sveinn Sveinsson, svæðisstjóri hjá vegagerðinni, telur þó ekki þörf á því að loka veginum þar sem ekki ríkir yfir neyðarástand á honum. 

„Starfsmaður fór þangað um sex leitið og þá var þetta nú í lagi, þetta er merkt með grjótkastsmerkjum og hætta á blæðingum,“ segir Sveinn og bætir við að vegurinn hafi verið sandaður tvisvar sinnum í dag til þess að koma í veg fyrir frekari bikblæðingar. 

„Starfsmenn vissu ekki til um að það ríkti neitt neyðarástand þarna,“ segir Sveinn. 

Blikblæðing á veginum.
Blikblæðing á veginum. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert