Hiti gæti farið yfir 20 stig í dag

Búist er við fínu veðri á Austurlandi í dag.
Búist er við fínu veðri á Austurlandi í dag. mbl.is/Þorgeir

Víða á Austurlandi er búist við að hiti fari yfir 20 stig í dag. 

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Lægri hiti á morgun

„Lægðin á Grænlandsundi sendir okkur skil með suðaustan strekkingi í dag og rigningu seinni partinn, en á Austurlandi ætti þó að vera hægari vindur og bjart norðaustantil. Þar má einnig búast við að hiti fari víða yfir 20 stig. Skilin fara nokkuð hratt yfir og dregur strax úr rigningunni á suður- og vesturlandi í kvöld, en í nótt og fyrramálið lítur út fyrir rigningu norðaustantil,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Á morgun verður hiti á bilinu 10 til 16 sitg.

„Þegar líður á morgundaginn styttir upp og ágætis möguleiki er á að sólin sýni sig í flestum landshlutum seinni partinn. Hitatölur víða á bilinu 10 til 16 stig,“ kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings.

Veður­vef­ur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert