Sr. Arna Ýrr kemur í stað biskups

Arna Ýrr Sigurðardóttir, nýráðin sóknarprestur í Gravarvogsprestkalli.
Arna Ýrr Sigurðardóttir, nýráðin sóknarprestur í Gravarvogsprestkalli. mbl.is/Kristinn Magnússon

Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir hefur verið ráðin sóknarprestur í Grafarvogsprestakalli, en hún tekur við 1. júlí af sr. Guðrún Karls Helgudóttur sem hefur verið ráðin biskup Íslands.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Þjóðkirkjunnar en þar segir sömuleiðis að prestkallið sé fjölmennasti söfnuður landsins.

Sr. Arna Ýrr sem fædd er árið 1967 ólst upp á Akureyri og  lauk cand.theol prófi frá guðfræðideild Háskóla Íslands árið 1996. Auk þess hefur hún stundað framhaldsnám í sálgæslu í Danmörku og í prédikunarfræðum í Svíþjóð.

Sr. Arna Ýrr vígðist sem prestur til Raufarhafnar árið 2000 en síðan hefur hún starfað sem prestur í Langholtskirkju, Bústaðakirkju og Glerárkirkju á Akureyri.

Áður starfaði hún sem endurmenntunarstjóri hjá Háskólanum á Akureyri.

Síðustu 10 ár hefur Arna starfað sem prestur í Grafarvogskirkju þar sem hún tekur nú við starfi sóknarprests.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert