Íslenskur vísindamaður umbyltir greiningu fjöltaugabólgu

Páll Karlsson.
Páll Karlsson.

Páll Karlsson vísindamaður hefur fundið leið til þess að greina sjúklinga með fjöltaugabólgu áður en einkenni gera vart við sig. Býður það upp á margvíslega möguleika við meðferð sjúkdómsins að sögn Páls. Páll, sem varði doktorsritgerð sína í læknisfræði árið 2013, hefur varið æðri doktorsritgerð við háskólann í Árósum.

Fræðimönnum innan læknisvísinda gefst kostur á að verja æðri doktorsritgerð geti þeir sýnt fram á framlag til framþróunar læknisvísinda. Þannig þurfti Páll að sýna fram á framþróun í greiningu á fjöltaugabólgu, sem og mögulegra meðferða við henni. Ritgerð Páls er samansafn níu greina sem hann hefur unnið að í gegnum árin.

Greinarnar hafa með smáar taugafrumur að gera sem finna má í húðinni og í hornhimnu augans. Frumurnar senda boð um ákveðnar skyn- og verkjatilfinningar til taugakerfisins og í tilfelli þeirra sem þjást af fjöltaugabólgu hætta frumurnar að virka sem skyldi og fólk hættir að finna fyrir hlutum eins og til dæmis hitastigi.

„Þetta hljómar kannski ekki hættulega, en þetta er það samt sem áður,“ segir Páll og nefnir sem dæmi manneskju sem hellir óvart sjóðandi vatni á sig og þótt hún finni ekki fyrir því þá verði húðin engu að síður fyrir skaða.

Viðtalið má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert