Kjötframleiðsla helst í horfinu

Kjötframleiðsla í maí 2024 var samtals 1.838 tonn.
Kjötframleiðsla í maí 2024 var samtals 1.838 tonn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kjötframleiðsla í maí 2024 var samtals 1.838 tonn, jafn mikil og í maí á síðasta ári.

Framleiðsla nautakjöts var 5% minni en í maí í fyrra, alifuglaframleiðslan var 5% meiri en svínakjötsframleiðslan stóð í stað. Útungun alifugla til kjötframleiðslu var 14% meiri en í maí 2023.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni.

Hér má sjá hvernig framleiðslan skiptist.
Hér má sjá hvernig framleiðslan skiptist. Ljósmynd/Hagstofan

Fyrstu fimm mánuði ársins 2023 voru framleidd rúmar 2,6 milljónir tonna af svínakjöti, en fyrstu fimm mánuði þessa árs voru framleidd tæpar 2,9 milljónir tonna. 

Á sama tímabili í fyrra voru framleidd tæpar 4 milljónir tonna af alifuglakjöti. Í ár voru framleidd rúmar 4 milljónir tonna fyrstu fimm mánuði ársins. Mest var framleitt af alifuglakjöti í maímánuði, en þá voru framleidd tæp 860.000 tonn.

Alls voru framleidd tæpar 1,4 milljónir tonna af ungnautakjöti fyrstu fimm mánuði síðasta árs. Í ár á sama tímabili voru framleidd tæpar 1,5 milljónir tonna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert