Léttir til á Norður- og Austurlandi

Það léttir til á Norður- og Austurlandi í dag.
Það léttir til á Norður- og Austurlandi í dag. mbl.is/Sigurður Bogi

Sums staðar á land­inu verður dá­lít­il væta í dag, en það létt­ir til á Norður- og Aust­ur­landi.

„Rign­inga­skil lægðar gær­dags­ins verður kom­in norðaust­ur af land­inu fyr­ir há­degi. Vind­átt­in í kjöl­far skil­anna er suðvest­læg og sums staðar dá­lít­il væta en létt­ir til á Norður- og Aust­ur­landi,“ seg­ir í hug­leiðing­um veður­fræðings á Veður­stofu Íslands.

Á morg­un er spáð hæg­um vindi, en vind­átt­in verður breyti­leg. Þá verður nokkuð víða súld eða dá­lít­il rign­ing um landið vest­an­vert, en lengst af þurrt ann­ars staðar. Hiti verður víða á bil­inu 10 til 16 stig.

Veður­vef­ur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert