Léttir til á Norður- og Austurlandi

Það léttir til á Norður- og Austurlandi í dag.
Það léttir til á Norður- og Austurlandi í dag. mbl.is/Sigurður Bogi

Sums staðar á landinu verður dálítil væta í dag, en það léttir til á Norður- og Austurlandi.

„Rigningaskil lægðar gærdagsins verður komin norðaustur af landinu fyrir hádegi. Vindáttin í kjölfar skilanna er suðvestlæg og sums staðar dálítil væta en léttir til á Norður- og Austurlandi,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Á morgun er spáð hægum vindi, en vindáttin verður breytileg. Þá verður nokkuð víða súld eða dálítil rigning um landið vestanvert, en lengst af þurrt annars staðar. Hiti verður víða á bilinu 10 til 16 stig.

Veður­vef­ur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert