Ofurpar með 1.100 í samanlögðu

Alexander Örn Kárason og Kristrún Ingunn Sveinsdóttir kepptu á sínu …
Alexander Örn Kárason og Kristrún Ingunn Sveinsdóttir kepptu á sínu fyrsta heimsmeistaramóti saman í júní sem um leið var hennar fyrsta heimsmeistaramót en hans þriðja. Ljósmynd/Aðsend

„Við kynnt­umst í kraft­lyft­ing­um og erum búin að vera sam­an í tæp­lega tvö og hálft ár,“ seg­ir Kristrún Ing­unn Sveins­dótt­ir, lækna­nemi og kraft­lyft­inga­kona, í sam­tali við mbl.is en hún er til­tölu­lega ný­snú­in heim af heims­meist­ara­mót­inu í klass­ísk­um kraft­lyft­ing­um í Litáen þar sem hún var held­ur bet­ur í góðum fé­lags­skap og er þar ekki aðeins átt við aðra fíleflda og stálþyrsta ís­lenska kepp­end­ur eins og geng­ur og ger­ist á slík­um mót­um.

Kær­asti Kristrún­ar, líf­einda­fræðing­ur­inn og kraft­lyft­ingamaður­inn Al­ex­and­er Örn Kára­son, keppti nefni­lega einnig á mót­inu og er þetta fyrsta heims­meist­ara­mótið sem þau skötu­hjú­in sækja og keppa á sam­an.

„Við vinn­um þetta mikið til sam­an sem par,“ held­ur Kristrún áfram frá­sögn sinni af pari sem hugs­an­lega er sterk­asta par Íslands í sam­an­lögðu, enda summa ár­ang­urs þeirra á þeim vett­vangi ein 1.100 kíló­grömm. „Al­ex­and­er hjálp­ar til við að þjálfa mig, við vinn­um mitt pró­gramm sam­an og ég fæ að pota inn í og hafa skoðanir á hans. Við för­um sam­an á öll mót sem við get­um en þetta var okk­ar fyrsta heims­meist­ara­mót sam­an,“ seg­ir hún.

Höfuð og herðar yfir allt

Upp­haf­lega hófst vin­skap­ur þeirra á Norður­landa­móti ung­linga tölu­vert löngu áður en ást­in kviknaði. „Eft­ir að ég skipti um lið verðum við svo betri vin­ir og end­ar með að við byrj­um sam­an,“ rifjar lækna­nem­inn upp, en þau Al­ex­and­er æfa bæði und­ir merkj­um Breiðabliks.

Við skipt­um yfir í kær­ast­ann sem kveður það hina skemmti­leg­ustu upp­lif­un að fara með mak­an­um á heims­meist­ara­mót þar sem bæði láta sverfa til stáls.

Á Reykjavíkurleikunum. Það er eitthvað ljóðrænt við par sem keppir …
Á Reykja­vík­ur­leik­un­um. Það er eitt­hvað ljóðrænt við par sem kepp­ir sam­an í kraft­lyft­ing­um og vinn­ur landi og þjóð gagn í heil­brigðis­kerf­inu. Ljós­mynd/​Aðsend

„Þetta er ótrú­lega gam­an. Fólk sem maður fer með út er auðvitað ekki manns nán­asti æf­inga­hóp­ur held­ur kepp­end­ur af öllu land­inu,“ seg­ir Al­ex­and­er sem sjálf­ur er Skagamaður að upp­runa þótt flutt­ur sé á möl­ina fyr­ir alllöngu. „Að hafa nán­asta ein­stak­ling­inn í lífi sínu með sér á mót ber höfuð og herðar yfir allt annað,“ ját­ar hann fús­lega.

Blaðamaður freist­ast til að for­vitn­ast ör­lítið um gang mála í Litáen hjá par­inu. Hefj­um leika á Skaga­mann­in­um.

„Ég var með ákveðnar vænt­ing­ar til þessa móts, var að koma und­an Evr­ópu­mót­inu í Króa­tíu í mars og skildi smá­veg­is eft­ir þar. Vonaðist þar með til að geta tekið aðeins meira út í Litáen en það gekk ekki al­veg að ósk­um, voru nokkr­ir ut­anaðkom­andi þætt­ir sem spiluðu þar inn í,“ út­skýr­ir Al­ex­and­er sem var ekki alls kost­ar sátt­ur við að fá aðeins fimm lyft­ur gild­ar af níu á mót­inu.

Sló eina Íslands­metið sem hann átti ekki

Hann hafnaði í 19. sæti í fjöl­menn­asta karla­flokkn­um, -93 kg, þar sem 35 kepp­end­ur reyndu með sér þetta árið. „Að lenda kring­um miðsvæðið í þess­um þyngd­ar­flokki er bara mjög gott og maður verður bara að minna sig á hve langt maður er kom­inn í þessu sporti í staðinn fyr­ir að vera með ein­hverj­ar nei­kvæðar hugs­an­ir,“ seg­ir Al­ex­and­er sem setti Íslands­met í bekkpressu á mót­inu.

„Til mín mun leikurinn gerður og skal ég að vísu …
„Til mín mun leik­ur­inn gerður og skal ég að vísu út ganga,“ sagði Guðrún í þjóðsög­unni um djákn­ann á Myr­ká. Kristrún geng­ur hér hnar­reist á svið, til­bú­in í hörð átök­in við kalt stálið. Ljós­mynd/​Aðsend

„Ég tók þar 197,5 kíló og sló þar með eina Íslands­metið í þess­um þyngd­ar­flokki sem ég átti ekki, Íslands­met sem hafði staðið frá 2014 svo ég var mjög ánægður að taka það með heim,“ seg­ir kraft­lyft­ingamaður­inn og líf­einda­fræðing­ur­inn sem lauk keppni með 755 kíló­grömm í sam­an­lögðu, 25 kg und­ir hans besta ár­angri.

„Ég keppti -52 kílóa flokki kvenna og við vor­um 22,“ seg­ir Kristrún sem tek­ur við af manni sín­um í frá­sögn­inni af heims­meist­ara­mót­inu í landi sem eitt sinn til­heyrði Pólsk-litáíska sam­veld­inu, einu helsta stór­veldi Evr­ópu á 17. öld.

Hafnaði Kristrún í 18. sæti, jöfn keppi­nauti sín­um í því 17. en þegar svo er sker lík­amsþyngd kepp­enda úr og létt­ari kepp­andi hrepp­ir efra sæti. Kristrún vigtaðist þyngri inn á mótið og þar skildi milli feigs og ófeigs.

Úr frá­bæru í fínt

„Þetta var einu deddi [rétt­stöðulyftu] frá því að vera frá­bært mót en endaði á því að vera fínt,“ seg­ir Kristrún sem sló Íslands­met í hné­beygju með 127,5 kg lyftu, endaði með 77,5 kg í bekkpressu og lyfti 140 kg í rétt­stöðulyftu. „Ég tek þá smá séns og reyni við 150 kíló sem hefði verið bæt­ing á mín­um besta ár­angri og verið nýtt Íslands­met í sam­an­lögðu,“ held­ur lækna­nem­inn áfram en 150 kíló­in vildu dóm­end­ur ekki viður­kenna sem gilda lyftu vegna tækni­legs atriðis við lyft­una.

Allt gefið í lyftuna. Alexander í dýpstu stöðu í beygjunni …
Allt gefið í lyft­una. Al­ex­and­er í dýpstu stöðu í beygj­unni á meðan stang­ar­menn­irn­ir gæta vel að hverju feil­spori, til­bún­ir að grípa inn í á ög­ur­stundu. Ljós­mynd/​Aðsend

Hvernig skyldi dag­legt líf keppn­is­fólks í kraft­lyft­ing­um og starfs­fólks heil­brigðis­kerf­is­ins að auki ganga fyr­ir sig í sam­búð? Vænt­an­lega skort­ir ekki umræðuefn­in?

„Það var mikið sem rann sam­an þegar við byrjuðum sam­an,“ seg­ir Al­ex­and­er og hlær, þakk­ar fyr­ir að þau Kristrún eigi fleira sam­eig­in­legt en stálið, þar sem raun­vís­indi mann­legs heil­brigðis skar­ast jafn­framt í agaðri til­veru keppn­is­fólks á frama­braut.

Kveður Al­ex­and­er ein­stakt fé­lags­líf lyft­inga­fólks í Breiðabliki einnig eiga stór­an þátt í lífi þeirra Kristrún­ar. „Ég skipti yfir í Breiðablik úr Kraft­lyft­inga­fé­lagi Akra­ness árið 2020, þegar ég flutti í bæ­inn, og þá var ekki eins fjöl­mennt í fé­lag­inu og núna,“ seg­ir Al­ex­and­er og tek­ur í sama streng og mörg lyft­inga­kemp­an er rætt hef­ur við mbl.is síðustu ár – kraft­lyft­ing­um á Íslandi vex fisk­ur um hrygg sem aldrei fyrr, iðkend­um fjölg­ar ört, stúlk­ur ger­ast at­kvæðameiri við stálið og þátt­töku­met eru sleg­in á mót­um ár eft­ir ár, eins og Hinrik Páls­son, formaður Kraft­lyft­inga­sam­bands Íslands, hef­ur ný­lega greint frá hér á vefn­um.

Ætlaði sér aldrei í kraft­lyft­ing­ar

„Það er bara eins og all­ir sem koma nýir inn í lyft­ing­arn­ar í Breiðabliki passi þar inn,“ seg­ir Al­ex­and­er, „þetta er bara einn stór vina­hóp­ur og íþrótt­in í raun að þró­ast yfir í að vera liðsíþrótt frek­ar en ein­stak­lingsíþrótt.“

Í blíðu og stríðu styðja Alexander og Kristrún hvort annað …
Í blíðu og stríðu styðja Al­ex­and­er og Kristrún hvort annað með ráðum og dáð á mót­um, í líf­inu og jafn­vel við að viðra hund­inn. Ljós­mynd/​Aðsend

Kristrún fellst á þetta með unn­usta sín­um. „Þetta væri klár­lega ekki þess virði ef það væri ekki fyr­ir fólkið sem er þarna, sam­fé­lagið í Breiðabliki er ein­stakt og maður er aldrei að lyfta einn á pall­in­um, það eru all­ir að peppa mann upp,“ seg­ir hún og lýk­ur lofs­orði á stór­aukna þátt­töku kvenna í íþrótt­inni. „Ég ætlaði mér aldrei í kraft­lyft­ing­ar af öll­um íþrótt­um en manni er tekið svo opn­um örm­um þarna, það er bara ólýs­an­legt að ganga þarna inn,“ seg­ir hún.

Talið berst að þeim sem landið erfa, börn­um. Eru þau í spil­inu? „Nei, alls ekki, ekki núna,“ flýt­ir Kristrún sér að svara, for­gangs­röðin á heim­il­inu ger­ir ráð fyr­ir öðru í bili.

Óvæg­in áskor­un

„Ég grín­ast oft með að það sé kost­ur að vera lág­vax­inn í kraft­lyft­ing­um og við erum bæði til­tölu­lega lág í loft­inu svo við erum mjög sátt við að af­kom­end­ur okk­ar verða svipaðir, og við end­um á að ala af okk­ur her­deild af kraft­lyft­inga­fólki í framtíðinni,“ seg­ir Skagamaður­inn og hlær.

Kristrún gengur undir stöngina í hnébeygjunni í Litáen.
Kristrún geng­ur und­ir stöng­ina í hné­beygj­unni í Litáen. Ljós­mynd/​Aðsend

Hér slys­ast blaðamaður, sem er 194 senti­metr­ar á hæð, til að ræða hve hand­leggja­lengd hafi gjarn­an staðið hon­um fyr­ir þrif­um í bekkpressu, en iðrast lausmælgi sinn­ar þegar Kristrún stíg­ur fram með hár­beitta áskor­un og krefst þess að fá að sjá und­ir­ritaðan á keppn­ispalli í kraft­lyft­ing­um. Þar lágu Dan­ir í því.

Spyrj­um að leiks­lok­um með slík­ar raun­ir en parið er hins veg­ar spurt hvernig venju­leg­ur dag­ur gangi fyr­ir sig í ann­ríki keppn­is-, náms- og vinn­andi fólks.

„Ég er í skól­an­um átta til fjög­ur alla daga, stund­um sjö til fimm. Nú var ég að klára fimmta árið í lækn­is­fræðinni og þá róter­um við á milli deilda, ég var að klára sex vik­ur á kvenna­deild­inni og fer núna í sex vik­ur á barna­deild­inni. Svo bruna ég á æf­ingu beint eft­ir skóla fjór­um sinn­um í viku,“ svar­ar Kristrún og kveður sumt geta virkað hálfsúr­realískt með svo ólíka þætti í líf­inu.

Af kvenna­deild í stálið

„Ég var á kvenna­deild­inni og var þar viðstödd þegar ljós­móðir tók á móti barni en hálf­tíma síðar var ég mætt í sal­inn í upp­hit­un fyr­ir hné­beygjuæf­ingu. Ég segi fólki oft hve gott það sé að vera í skól­an­um þar sem vits­mun­irn­ir eru allt og svo geti maður mætt á æf­ingu og bara slökkt á þeim rofa. Þá er maður bara að hugsa um stöng­ina og að lyfta og fram­kvæma. Þótt dag­skrá­in sé stíf er gott að hafa þess­ar and­stæður í henni og svo för­um við út með hund­inn þegar við kom­um heim til að ná inn skref­un­um,“ seg­ir Kristrún og hlær dátt.

Sé eitt­hvað eft­ir af sól­ar­hringn­um, sem blaðamaður get­ur varla ímyndað sér, seg­ir Kristrún það fara í að læra, hitta vini og eiga stund­ir sam­an sem par. „Og að sofa, þetta er nú ekki flókn­ara en það,“ klykk­ir hún út úr lýs­ingu á þó til­tölu­lega flók­inni til­veru.

Seint verður sú góða vísa Jóns Páls Sigmarssonar heitins of …
Seint verður sú góða vísa Jóns Páls Sig­mars­son­ar heit­ins of oft kveðin að eng­in ástæða sé til að vera á lífi ef fólk geti ekki tekið rétt­stöðulyftu. Kristrún býr sig und­ir loft­vægi stang­ar. Ljós­mynd/​Aðsend

„Ég vinn vakta­vinnu í rann­sókn­ar­kjarna Land­spít­al­ans,“ seg­ir Al­ex­and­er frá þegar röðin kem­ur að hon­um, „þar er eng­inn dag­ur al­veg eins en maður dett­ur í ákveðið mynstur sem eru dag-, kvöld- og helgar­vakt­ir og það hent­ar mér ágæt­lega,“ held­ur hann áfram og seg­ir vel ganga að sníða vakta­vinn­una að lyft­ing­um, enda geti hann lagt fram ákveðnar vakta­ósk­ir sem taka þá mið af æf­inga­álag­inu.

Eina mann­eskju í einu

Viðtal við for­vitni­lega ein­stak­linga og gall­hart keppn­is­fólk renn­ur brátt sitt skeið. Við for­vitn­umst í lok­in um framtíð Al­ex­and­ers og Kristrún­ar, ef ekki sterk­asta pars Íslands þá að minnsta kosti þess skipu­lagðasta – eða í ein­hverju efstu sæta á þeim lista.

„Við stefn­um á að flytja út eft­ir nokk­ur ár, þegar Kristrún klár­ar grunn­námið og kandí­dat­inn hér. Þá tek­ur við sér­mennt­un í út­lönd­um,“ seg­ir Al­ex­and­er sem vill ekki nefna ákveðið land enn sem komið er. „Norður­lönd­in eða Bret­land er svona það sem er í umræðunni, eitt­hvað ná­lægt,“ seg­ir hann og Kristrún gríp­ur orðið.

„Eina kraf­an er að þar sé góð aðstaða til að sinna æf­ing­um,“ seg­ir hún gall­hörð og hann sam­sinn­ir: „Ég get al­veg sagt fyr­ir okk­ur bæði að við erum ekk­ert að fara að hætta í kraft­lyft­ing­um þótt við skipt­um um land,“ seg­ir Al­ex­and­er Örn Kára­son af ein­urð og Kristrún Ing­unn Sveins­dótt­ir á þau loka­orð sem munu lengi uppi verða um gerv­alla fóst­ur­jörð þeirra of­urp­ars­ins:

„Það er bara að læra að lifa og lyfta og klífa heimslist­ann eina mann­eskju í einu, það er planið.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert