Öll verk eru seinna á ferðinni

Heyskapur Fjöldi bænda hefur nýtt veðurblíðuna undanfarna daga vel, einkum …
Heyskapur Fjöldi bænda hefur nýtt veðurblíðuna undanfarna daga vel, einkum bændur á Suðurlandi. mbl.is/Sigurður Bogi

Undanfarið hafa veðurguðirnir gefið mörgum landsmönnum sýnishorn af því sem gott íslenskt sumar hefur upp á að bjóða. Trausti Hjálmarsson formaður Bændasamtakanna segir öll verk seinna á ferðinni eins og gefi að skilja.

Á Suðurlandi hafa bændur nýtt veðurblíðuna til sláttar. Trausti hefur ekki heyrt annað en að gangi vel. Tún orðin fagurgræn og heyrúllur á víð og dreif. Gæðin í heyinu koma þó betur í ljós þegar bændur taka heysýni. Trausti segir gæði uppskerunnar geta orðið rýrari fyrst sláttur byrjaði svo seint en bætir því við að almenn ánægja sé með magnið.

Jón Elfar Hjörleifsson, bóndi á Hrafnagili í Eyjafirði, segir uppskeruna líta vel út. Á bænum var byrjað að slá seinna en vanalega en áburðurinn sem notaður er skili þó ávallt góðri uppskeru. Á Hrafnagili var kappkostað að bera á túnin áður en snjóaði í byrjun júní og það svínvirkaði, að sögn Jóns.

Ekki hafi verið alslæmt að fá hretið sem rennbleytti í öllu, því grasið rauk upp eftir að hlýnaði. Hann bætir því við að aðrir bændur í kring hafi upplifað það sama. Stutt er í spaugilegu hliðar lífsins. Jón segir þessa tíu daga sem beðið var eftir slætti hafa verið eins konar styttingu vinnuvikunnar.

„Maður gat verið aðeins lengur í sólbaði,“ bætir hann við kátur í bragði. „Þú verður að skrifa það. Það verður að hafa eitthvað gaman af þessu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert